Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 24
164 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
lllllllllllllllllllll|l|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||imi|||||imill|||lll||||||||,imimil|lim,mmmmillll|||limm||ll„ll||
lenzku rjúpunni, sem allt of litla athygli hafa vakið hér á landi
og komið gátu ef til vill í veg fyrir ýmislegan misskilning, sem
á síðari tímum hefir orðið vart viðvíkjandi lifnaðarháttum rjúp-
unnar. M. a. veitti hann því athygli, hversu íslenzku rjúpurnar
eru hændar að öllum kjarrgróðri og að því leyti ólíkar í háttum
nánustu kynsystrum sínum erlendum, en á hinn bóginn ættu þær
einnig óðul upp til háfjalla, án tillits til hæðar yfir sjáfarmál, ef
þar væri einhvern gróður að finna og að því leyti líktust þær
skozku rjúpunni (Red Grouse), sem er all-fjarskyld þeirri íslenzku,
ennfremur kunna íslenzku rjúpurnar mjög vel við sig í gróðurlitl-
um apalhraunum, og þótti honum það háttalag þeirra all einkenni-
legt. En síðar segir hann (Manual, pag. 79): „Alveg eins og skozka
rjúpan, hafa íslenzku rjúpurnar það til, að taka upp á því að
fjölga mikið, nokkur misseri í röð, allt að einhverju hámarki, en
hverfa síðan mjög snögglega. Þetta heyrði eg skýrt þannig, að
það væri að kenna vorkuldunum, sem eru algengir á íslandi, í
sumum árum, og þegar vorar seinna venju. Nú atvikaðist það
þannig, að eg var staddur á íslandi einu sinni, þegar þar var mikil
rjúpna fæð, og þó hafði það ár, vorið hvorki verið tiltakanlega
kalt, né komið seinna en venja var til. (Hann getur því miður
ekki um, hvaða ár þetta var). Eg athugaði þó all-margar dauðar
rjúpur (sem hann eflaust hefir skotið, því það hefir ekki verið
algert rjúpnaleysi) og komst að þeirri niðurstöðu, að fækkun þess-
arar tegundar stafaði af einhverju smitandi fári, líkast því, sem
þjáir skozku rjúpuna (grouse disease) okkar. Eg sá þarna sama-
háttar tærandi megurð, fiðurlausar tær og fótleggi, og bólgin inn-
ýfli troðfull af sýklum“.
Þriðji erlendi fræðimaðurinn, sem eg gat um áðan að ritað
hefði bók um íslenzka fugla, var þjóðverjinn BernharcL Hantsch.
Hann var hér á ferð skömmu eftir s. 1. aldamót, og bókin hans:
Beitrag zur Kenntniss der Vogelweldt Islands, kom út í Berlín
árið 1905. Er þetta eitt hið fullkomnasta fræðirit um íslenzka
fugla á erlendu máli, og viðráðanlegt er að eignast, fyrir þá, sem
það girnast. Þó kennir þar á stöku stað nokkurrar ónákvæmni eða
misskilnings, einkum á því, sem hérlendir menn hafa sagt honum,
en þetta eru raunverulega aukaatriði, sem á engan hátt rýrir gildi
bókarinnar.
Eins og eg drap á áðan er íslenzka rjúpan sérstaklega hænd að
öllum kjarrgróðri, hrís- og lynggróðri, og verpur naumast í öðru-
vísi gróðurlendi, og því sjaldnast hærra uppi í f jallahlíðum en þess-