Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 165 ...................................................... háttar gróður nær, eða í efstu mörkum hans, en að öllum jafnaði miklu lægra, og oft og tíðum niður undir bæjum. Er hún í þessu efni ólík nánustu frænkum sínum í nágrannalöndunum, í Norður- álfu o. v.; þar verpa rjúpurnar aðeins hátt upp til fjalla, í efstu gróðurmörkum, og virðist þá fremur forðast kjarrgróðurinn, en hitt og leita ekki niður á bóginn fyrr en fer að harðna í ári og ekki er annars staðar æti að fá, en niður í skógabeltunum. íslenzka rjúpan fer þveröfugt að, þegar henni býður svo við að horfa. Hún hyllist til þess að taka sér bólfestu í víði- og birkikjörrum, og jafn- vel í hinum stórvaxnari skógum hér á landi. Hún verpur hér á landi jafnaðarlega um miðjan júnímánuð. Er hún þá fyrir all- löngu komin í sumar- eða brúðkaupsklæðin, þ. e. hún orðin mó- flekkótt að lit og mjög samlit móagróðrinum, þar sem hún dvelur lengstum. Bóndi hennar hefir engan asa á því að hafa fataskipti eftir veturinn. Brúðkaup þeirra hefir farið fram löngu áður en hann var hálfbúinn að hafa fataskipti eftir veturinn. Hann er ekki að fást um það, karlinn, þó að fötin hans fari ekki sem bezt þegar hann fer til kvonbæna. Það er ekki fyrr en seint í ágúst- mánuði, að hann er alklæddur sumarbúningnum, en þá er hann líka fínn, í módröfnóttum frakka og vesti, en hvítur hið neðra. Þá er hann líka orðinn ráðsettur heimilisfaðir, og farinn að hugsa um velsæmið. En það er þó ekki ætíð, að maður hitti hann svona vel búinn. Hann er að drolla við fataskiptin fram eftir öllu sumri, og er oft ekki kominn lengra en það, að vera lítið meira en hálf- klæddur, þegar hann á að fara í haustbúninginn og strax á eftir í vetrarfötin. Það er því æði-oft að hann kemur til dyra æði skringi- lega klæddur, með sína flíkina úr hverjum búningi og lítur þá út eins og versti flakkari, auðvitað. Þetta þykir fuglafræðimönnum leitt. Því þegar þeir eru að rífast út af ættfræði hinna einstöku rjúpnategunda, er mest um það vert, að hafa haft hendur á rjúpna- karlinum, karranum, í fullum sumarskrúða. En það er ekki hlaup- ið að því. Frúin liggur á eggjum sínum fullar þrjár vikur, eða allt að 24 daga. Bóndi hennar heldur vörð um hana og ver hana það sem hann getur, og oft lendir hann í vargaklóm fyrr en kona hans, enda munu refarnir til þess skornir af náttúrunnar hendi. Hann á erfiðara með að fela sig, svo hann sjáist ekki, vegna hins an- kannalega búnings. Það gerir og minna til, því konan er færari um að sjá börnunum farborða, þó heimilisfaðirinn falli frá. Hann

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.