Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 26
166 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiimiiiim,,n,IIIihiIi,i,ii,m,m, væri lítt fær um það, einkum meðan ungarnir eru á yngsta skeiði, enda ekki víst, að frúin þyrfti lengi að vera ekkja. Fyrstu dagana, þegar ungarnir eru nýskriðnir úr eggi, eru þeir hinn mesti vonarpeningur. Þurfa þeir þá mikillar umönnunar og verndar. Þeir þola mjög illa kulda og vætu, þó aðeins sé um skamma stund að ræða. En þeir eiga fyrirmyndar móður, sem kann vel til alls er að slíku barnauppeldi lýtur. Og hún ver þá með ótrúlegu hugrekki og fífldirfsku, við svo að segja hvaða óvin sem er að etja. En þetta er hættulegasti tíminn í uppeldi rjúpunnar. Ungarnir þroskast furðu skjótt. Þeir verða snemma fleygir, því flugfjaðrirnar eru með þeim allra fyrstu fjöðrum, sem þeir fá. Hálfsmánaðar gamlir eru þeir sæmilega færir um að forða sér á flugi skamman spöl, ef með þarf, en helzt vilja þeir fela sig í gróðrinum, og er þeim það oftast einhlýtt. Um mánaðamótin ágúst og september fara rjúpurnar oftast- nær að koma niður í lágsveitirnar, fyrst hið efra ofan í dalina, en síðan lengra niður eftir sveitunum. Safnast þær þá sérstaklega í skóga og kjörr. Eru þetta allt saman fjölskyldu-hópar. Einmitt um þenna tíma árs, fyrir all-mörgum árum síðan, var eg staddur í einu af skógarhéruðum Norðurlands, og var í för með merkum erlendum fuglafræðing. Við skutum þar nokkrar rjúpur í skóg- inum, og tók eg sérstaklega eftir því, þegar styggð kom að rjúp- unum, flugu þær flestar inn í skóginn, og var þó skammt út úr honum upp í fjallshlíðina. Þær settust upp í trén og földu sig í liminu og skutum við þær þar og áttum við í bazli með að finna þær í lágrunnunum þegar þær duttu niður úr nokkurra metra hæð. Nokkurum árum síðar las eg í fuglafræðiriti eftir þennan mann, að norrænar rjúpur setjist aldrei upp í tré undir neinum kringumstæðum. Hann hefir líklega gleymt að skrifa þetta hjá sér í dagbókina; en hitt er rétt, að norrænar rjúpur erlendar, sem skyldastar eru íslenzku rjúpunum, gera'þetta ekki, því að þær sjást ekki í skógum eða hávöxnum kjarrgróðri. Þær eru háf jallafuglar. En þetta er ósiður, sem íslenzku rjúpurnar leggja stundum í vana sinn, og mér þótti leitt, að nefndur fræðimaður hafði gleymt þessu atviki, einkanlega vegna þess, að hann var þá, á þeim árum, treg- ur til þess að viðurkenna að íslenzku rjúpurnar væru í verulegu frábrugðnar rjúpunum á Norðurlöndum. Eg var að segja, að það væri venja rjúpnanna, að koma niður í byggðir í lágsveitum, síðari hluta sumars, þótt þær hefðu orpið upp til fjalla og þær hafast við í láglendishéruðunum fram eftir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.