Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 167 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii haustinu, þangað til vetur sezt að, þá hverfa þær þaðan. Fer það eftir árferði, á hvaða tíma þetta skeður, en venjulegast eru þær allar á braut í byrjun Nóvembermánaðar. Fara þær nú í annað sinn á fjöll og eru þar oft í stórhópum saman, fram eftir öllum vetri og stundum allan veturinn, þegar tíð er sæmileg. Gera þær þetta af því að þær hafa fundið að þarna efra er að jafnaði snjó- léttara en í lágsveitum nær sjó, og auk þess eru þær þar og oftast óhultari fyrir ásókn veiðimanna, sem hella yfir þær eldi og eim- yrju hvar sem því verður við komið. Það er oftast ekki fyrr en jarðbönn og sultur sverfur svo að þeim, að þær leita niður til byggða aftur og fara þær þá stundum alveg heim að bæjum, ef þar er fremur björg að fá. Þegar mikil harðindi eru, fljúga þær stundum út í eyjar og sker ef þær sjá þar dökkan díl. Þannig hafa þær jafnvel flogið frá Norðurlandi til Grímseyjar og til Vestmannaeyja af Suðurlandi. En þetta kemur ekki fyrir nema í aftaka harðindum. Oft sverfur svo að þeim, að þær falla unn- vörpum af sulti og vesöld. Þetta er nú í aðaldráttum æfisaga rjúpunnar. Hún hegðar sér ekki allsstaðar á landinu eins, og mismunandi árferði, ófriðun og offriðun og ýmislegt annað trufla oft rásina, en þetta er þó mjög nærri lagi, einkum að því er snertir sum héruð á Nórður- landi. Frost og kuldi bíta rjúpuna ekki, ef nóg er jörð, en lang- vinnar stórhríðar, stormur og ísing, snöggir blotar og frost á eftir, geta gert alveg jarðlaust fyrir henni. Þó er hún dugleg að krafsa, bítur með nefinu skörina, en grefur síðan snjóinn með klónum. Hún grefur sig í fönn eða lætur fenna yfir sig í smá- skútum, milli stórra steina, eða í stórgripa- eða manna sporum, þegar skafrenningar ganga, og eins um nætur, því þá sér hún ekki til að afla sér fæðu. Þar hefir hún skjól í snjónum sem ver hana kulda, en hún verður að svelta þangað til að birtir til, og það getur oft dregist. Dæmi eru til, að svo þykk skör eða ísing hafi komið á snjóinn, að rjúpur hafi ekki getað grafið sig út aftur og orðið til þar sem þær voru komnar. En þetta er að líkindum sjaldgæfara hér á landi en víða erlendis. Það er kunnara en frá þurfi að segja ódæmin, sem stundum eiga sér stað um rjúpuna, einkum nú á síðari áratugum. Offjölg- un, ýmist í einhverjum landshlutum, eða um allt land, og svo skyndilegt hvarf hennar og langvarandi rjúpnafæð missirum sam- an; en jafnan sækir að endingu í sama farið aftur, og rjúpna- stofninn nær sér aftur. En það, sem einu sinni hefir skeð, getur skeð aftur, og gerir það stundum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.