Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 28
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lllllllllllllllllllllll||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||l|||||l||||l||||l|||l|l|||||,llll,l,,l,llllll|l||||||,|||,,llllll||,,|,||l,,,,l,,||m Ýmsum getum hefir verið leitt um þetta meðai almennings, af hvaða rótum böl þetta sé runnið, og mörgu hefir verið getið til, og ekki öllu sem líklegustu eða sennilegustu. Lítt hefir og verið gert til þess að komast fyrir þetta. Menn hafa gert sig ánægða með getgátur, og því er venjulegast helzt trúað, sem í rauninni er ósennilegast. Þetta er eðlilegt, þegar orsökin er óþekkt eða óskiljanleg, er að jafnaði gripið til skýringa, sem eru sama háttar. Með illu skal illt út drífa. Algengast er álitið, að rjúpan fari af landi burt, t. d. til Grænlands, þegar hún hverfur héðan. Ætti hún því að fara þangað til þess að flýja harðindin, sem hér ganga, þegar svo ber undir. Jafnvel blöð og tímarit hafa stutt þessa kenn- ingu, sem virðist geðjast all-mörgum, einkum þeim, sem sjaldn- ast spyrja um rök fyrir staðhæfingum. En sem betur fer, er ekki öllum mönnum svo varið,, og því tel eg sjálfsagt að eyða nokkurum orðum að þessu. Þegar Faber fuglafræðingur var hér á landi fyrir rúmum 100 árum síðan, lítur ekki út fyrir, að hann hafi nokkurs misjafns orðið var um rjúpuna. Hann mundi hafa getið þess, ef hann hefði heyrt eitthvað í þá átt, jafn athugull maður og hann var. Þó er þetta engin sönnun þess, að eitthvað óvenjulegt geti hafa komið fyrir, eða hafi ekki vakið athygli hans. En miklar líkur eru til þess, að minni sveiflur hafi verið á rjúpnastofninum þá en síðar. Hann getur þess í bók sinni urti lifnaðarháttu norrænna fugla, að sjúkdómar sé sjaldgæfir meðal íslenzkra fugla, að venjulegastur dauðdagi sé, að verða rándýrum eða fuglum að bráð, eða ellidauð- dagi, sem þó sé sjaldgæfari. Þannig er þessu ætíð varið, þar sem náttúran fær að vera sjálfráð og óáreitt, ef svo mætti að orði komast. Þá voru hér lítt stundaðar fuglaveiðar. Friðunar- og ófriðunarlög voru engin. Fuglaríki landsins var lítt eða ekki truflað af manna völdum. Síðan hefir þetta allt breytzt. Á síðari áratugum hefir fugladráp mjög farið í vöxt, rjúpur urðu verzl- unar- og útflutningsvara. Þær voru drepnar svo gegndarlaust, að það varð að grípa til þess að friða þær. Þær hafa verið marg- friðaðar, en ekkert hefir dugað. Menn vildu og vera einir um það, að drepa rjúpuna. Bölvaður fálkinn drap hana og át, honum varð að fækka. Hann var ófriðaður, og erlendir og innlendir eggja- safnarar fóru að verzla með eggin hans. Honum fækkaði. Hann var að verða aldauða, hvert einasta fálkahreiður, sem til náðist, var rænt, og foreldrarnir skotnir, hamflettir og seldir söfnurun- um. Það varð að friða fálkann til þess að hann hyrfi ekki alveg.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.