Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 169 .............................................mmmm En hvernig var það með rjúpuna? Lagaðist þetta ekki? Var ekki nóg af henni? Jú, það var meira að segja oft allt of mikið af henni; menn komust ekki yfir það að drepa hana. Mikið af henni slapp, en svo féll hún oft úr hor, eða af einhverju öðru og varð engum að gagni. Svona gekk það kannske eitt ár eða tvö, en svo hvarf hún alveg. Sást hvergi, hún var ekki til. En eftir fáein ár fór að verða vart við dálítið slangur af henni hér og þar, en það var ekki neitt, sem orð var á gerandi, en henni fór nú samt smá- fjölgandi, og eftir nokkur ár hófst gamla svikamyllan aftur. Of- fjölgun — aldeyða. Af hverju stafar þetta? Svarið er augljóst; menn hafa raskað því jafnvægi, sem frá alda öðli hefir ríkt í fuglaríki landsins. Menn hafa útrýmt ránfugli, sem nærri eingöngu lifir á rjúpunni. Ránfuglinn tekur helzt hálffleyga unga, eða gamla, lasburða og veika fugla, en þeir flugþolnari, yngri og hraustari eiga hægra með að sleppa undan honum. Hann drepur sjaldnast fleiri en einn í senn, veiðin er erfið og tímafrek. Ránfuglinn eyðileggur aldrei stofn þann, sem hann lifir á; hann getur það ekki. En hon- um er það að þakka, að aðeins hraustir, flugþolnir og helzt fuglar á léttasta æfiskeiði auka kyn sitt, og stofninn verður betri eftir. Þegar ránfuglinn er horfinn, getur hvert afstyrmið fengið að lifa í friði og auka kyn sitt. Stofninn verður verri og óhraustari, snýkjudýr og sýklar, sem að jafnaði eiga heima í innýflum rjúpn- anna og gera þeim ekki verulegt mein meðan þær eru fullhraustar og óveiklaðar, fá nú yfirtökin. Offjölgun orsakar fæðuskort, sult, veiklun, sýklarnir magnast og rjúpnafárið brýzt út. Sýklarnir berast með saur rjúpnanna út í jarðveginn. Þeir geta lifað þar einn eða tvo vetur, án þess að missa sýkingar-kraft. Ungarnir taka veikina á vorin úr jarðveginum. Þeir strá-hrynja niður, enginn þeirra lifir hana af. Þeir eru dauðir áður en þeir eru viku- gamlir. Fullorðnu rjúpurnar drepast ekki nærri allar, varla helm- ingurinn. En þær eru svo lengi að ná sér, að fæstar þeirra geta orpið næsta sumar, og þeir fáu ungar, sem þá fæðast, eiga ekki lífvænt, — jörðin er banvæn, en næsta ár er meiri von til þess að einhverjir ungar lifi það af, og þá getur rjúpunni farið að fjölga aftur úr því. Skynsamleg friðunar- og veiðilöggjöf gæti ef til vill minnkað að einhverju leyti rjúpnafárs hættuna, en að koma í jveg fyrir hana, er orðið of seint. M. B. Framhald.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.