Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 30
170 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1111111111111111111111111111 i 111111111II11111111111111111111111111111111 ■ 1111111111111111111111111111111111111111II11111111111111111111111111111; 1111111111111! I, Varnir plantnanna g’egn vetrinum. Niðurlag. 1 síðasta hefti Náttúrufræðingsins minntist eg nokkurra þeirra plöntuflokka, sem lítið láta á sér bera í vetrarhörkunum; þær skáka blátt áfram í skjóli þess, að vetraröflin nái ekki á þeim eyðileggjandi tökum. Eftir er nú að minnast hinna háu þalla, trjánna, sem teygja lim sitt hátt í loft upp og láta eigi frost og storma vetrarins kúga sig. En áður en eg fer út í þá sálma, hvern- ig trén verjast vetrinum, verð eg fyrst að fara nokkrum orðum um það, hver sé aðal-óvinur plantnanna að vetrinum til. Það er öllum kunnugt hvílíkur mismunur er á svip plönturíkis- ins á veturna og á sumrin. Á sumrin glitrar blómskrúðið í þúsund litum, en græni liturinn þekur mestallt það svæði, sem gróður nær til á annað borð. Á veturna er þetta allt með öðru móti. Þá virðist allt „mörkt och kalt“, eins og Wennerberg segir að heimur- inn sé án sólarinnar. En sé betur aðgætt, kemur þó margt í ljós, sem í fljótu bragði virtist í myrkrunum hulið. Allsstaðar í jarð- veginum sjáum við gróðurvísi vera að bíða eftir næsta gróanda, til þess að byrja nýtt líf á nýju sumri. Og hver sá, sem hefir gef- ið jurtaríki vetrarins ofurlítið gaum, verður að viðurkenna, að vetrarríkið hefir sín verðmæti að geyma, ekki síður en sumarið. Að vísu býður veturinn jurtaheiminum öldungis önnur lifsskil- yrði en sumarið, eða jafnvel hvaða önnur árstíð sem vera skal, en mismunurinn á vetrinum og öðrum tímum kemur greinileg- ast í Ijós, þegar litið er á vatnsþörf plantnanna og skilyrði þau, sem þær hafa til þess að ná í vatn. Þegar um blómplöntu er að ræða lætur það nærri, að um þrír fjórðu hlutar af líkamanum, reiknað eftir þunga, sé vatn. Vatn- ið er plöntunum lífsskilyrði, flestar þeirra þurfa mikið af vatni, til þess að geta hafist við og dafnað. Vatninu ná plönturnar úr jarðveginum með rótunum, en eftir örfínum pípum berst vatn- ið upp í stöngulinn og um allan líkama plöntunnar. Nú er það kunnugt, að hitinn í jarðveginum hefir mikil áhrif á það, hvernig plöntunum gengur að ná í vatn; það er vísindalega sannað, að eftir því, sem hitinn er lægri, eftir því verður vatnsnámið örð- ugra. Hér við bætist svo, að þegar hitastigið er komið niður fyrir frostmark, frýs vatnið, og við það verður enn þá erfiðara fyrir plönturnar að afla sér þess. Þó er því þannig varið, að enda þótt

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.