Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 173
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllt
ið haldið fram fram á okkar daga, jafnvel í kennslubókum, að
brumhlífarnar væru einnig til þess að halda kulda burtu frá brum-
inu, en nú er sú skoðun hrakin. Væri nefnilega hlífunum það tak-
mark sett, að verja brumið gegn kulda, yrði það að fullnægja
því skilyrði að leiða illa hita, en tilraunir hafa sýnt að svo er ekki.
Plöntunum má skipta í fimm flokka, eftir því, hvernig þær veriast vetrinum:
I. Plöntur, sem hafa stöngul og greinar ofanjarðar (Fanerophyta, 1 á
myndinni), þannig t. d. trén.
II. Plöntur, sem á veturna ná skammt upp úr jörðinni (Chamaephyta,
2 og 3), eins og jarðlægir runnar (t. d. f jalldrapi), eða plöntur, sem
mynda þétta þúfnabrúska (t. d. lambagras, vetrarblóm o. fl.).
III. „Jarðskorpu“-plöntur (Hemikryptophyta, 4). Allur sá hluti líkamans,
sem lifir á vetrum, er alveg í grassverðinum, eða neðar (t. d. túnfífill).
IV. Jarðplöntur (Kryptophyta). Allur sá hluti plöntunnar, sem lifir á
vetrum, er á kafi í moldinni, í vatni eða mýrum (Geophyta, 5 og 6,
t. d. þistill. Helophyta, 7, t. d. starir. Hydrophyda, 8, t. d. nykra).
V. Einærar plöntur (Therophyta, 9), t. d. haugarfi.
Allar geymast þessar plöntur vitanlega einnig sem fræ, og einæru plönt-
urnar einungis sem fræ. Af þeim er fátt hér á landi, vegna þess að sumarið
er svo stutt, og fræþroski því stopull. I. þrífast bezt í heitum löndum,
II. í köldum og III. í tempruðum. (Myndin er eftir próf. Raunkiær, en tekin
úr Ove Poulsen: Grundtr. af den alm. Botanik, Köbenhavn, 1927).
Wiegand, sá sem áður er nefndur, gerði tilraun með tvo nákvæm-
lega jafnnákvæma hitamæla. Þegar tilraunin byrjaði voru báðir
mælarnir í herbergi þar sem hitinn var nítján og hálft stig. Síð-
an var brumverjum vafið um kvikasilfurskúluna á öðrum mælin-
um, og hinn mælirinn, sem var brumverjulaus, hafður til saman-
burðar. Nú voru báðir mælarnir látnir á nýjan stað, þar sem hit-