Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 36
176 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
11111111111111111111111II11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111,11,1! 1111,11111111,11,11,11,,,, I (|| |( (| a|, (
Himbrimi (Colymbus immer) sást fyrst 27. apr
Steindepill (Oenanthe o. schiöleri) — — 27. —
Þúfutittlingur (Anthus pratensis) — — 27. —
Rauðhöfðaönd (Mareca penelope) — — 28. —
Lóuþræll (Erolia a. alpina) — — 29. —
Hettumáfur (Larus r. ridibundus) — — 29. —
Sandlóa (Charadrius hiaticula) — — 30. —
Spói (Numenius phaeopus islandicus) — — 4. maí
Kría (Sterna macrura) — — 4. —
Sendlingur (Erolia m. maritima) — — 7. —
Kjói (Stercorarius parasiticus) — — 8. —
óðinshani (Phalaropus lobatus) — — 18. —
Nokkurir samverkamanna minna við fuglamerkingarnar eru
þegar farnir að senda mér svipaðar skýrslur þessari, sem hér er
birt, og kann eg þeim beztu þakkir fyrir; mun eg halda þeim til
haga og birta þær, eða að minnsta kosti aðalatriði þeirra, við og
við, eftir því sem hentugleikar eru til. Er mjög æskilegt að geta
fengið svona athuganir gerðar sem víðast á landinu, eigi ein-
ungis um komudaga fuglanna til sumarstöðva sinna, heldur einn-
ig um burtfarartíma þeirra líka. Um haust- og vetrargesti og
aðra sjaldgæfa fugla er einnig gott að fá að vita um. Þegar sam-
an eru komnar margra ára skýrslur víðsvegar að landinu, eru
líkur til að úr þeim fáist vitneskja um ýmsa hluti, sem fræðimönn-
um eru nú miður kunnir, eða aðeins óljóst er vitað um, af lifn-
aðarháttum fuglanna. Öllum upplýsingum um þessi efni tek eg
með þökkum.
Magnús Björnsson.
Pósthólf 316, Reykjavík.