Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 179 tiiiiiimiiiLimimmiiiiimimiiiiiiimiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimii anna. Það er ekki nokkrum efa undirorpið, að engin bók, sem kom út á síðustu öld, hefir skapað jafnmikla storma í hugsanalífi hins menntaða heims, eins og einmitt hún; engin bók hefir grip- ið dýpra inn í skoðanir og tilfinningar heimsins; um enga bók hefir verið rifist jafnmikið eins og þessa. Og þrátt fyrir andúð- ina, sem rannsóknir og kenningar Darwins mættu, er þó ekki ofsögum sagt, að starf hans hefir borið þann árangur, sem eins- dæmi má heita. Kjarninn úr kenningum hans, þróunarhugmynd- in, er nú viðurkennd af öllum náttúrufræðingum, enda þótt sum- ar af skýringum hans hafi orðið að víkja sess fyrir öðrum nýrri, sem líklegri þóttu, og betur í samræmi við reynsluna, sem alltaf hefir verið óðfluga að aukast. Það yrði of langt mál að fara að gera kenningum Darwins skil, enda er þess ekki þörf í þessu sam- bandi, aðeins vil eg leyfa mér að taka þetta fram. Það atriði í kenningum Darwins, sem allir eru nú ásáttir um, er að allar æðri tegundir dýra, hvaða nafni sem nefnast, þar á meðal maðurinn, séu komnar af öðrum, ef til vill ófullkomnari tegundum. Þannig eru holdýrin í heild komin af frumdýrunum, ormarnir af holdýrunum, hryggdýrin af liðormunum. Innan hrygg- dýranna er skyldleika- og þróunarkerfið þannig, að fiskarnir eru frumlegastir, af þeim koma froskdýrin, af froskdýrunum skrið- dýrin, af skriðdýrunum bæði fuglar og spendýr, eins og tvær greinar á sama stofni, og loks er maðurinn kominn af spendýr- unum. — Hinn þungadepillinn í kenningum Darwins, einmitt það atriðið, sem mjög hefir verið deilt um á síðari árum, er það, hvern- ig þessi þróun hefir átt sér stað, með hvaða hætti ein tegund get- ur myndast af annarri, og hver þau öfl eru, sem þar eru að verki. Þar hélt Darwin fram, að hið svonefnda eðlilega úrval riði baggamuninn. Ef við göngum út frá aðeins einum foreldrum hjá einhverri tegund dýra, þá er það staðreynd, að barnahópurinn er að ýmsu leyti fjölbreyttur, engin tvö systkini eru alveg nákvæm- lega ,eins, hversu mikið sem þau annars kunna að líkjast hvert öðru. Sérhver einstaklingur í hópnum þarf að standa sig sem bezt í öllum þeim hættum og erfiðleikum, sem lífið hefir að bjóða. En vegna fjölbreytninnar má einmitt gera ráð fyrir, að sum af systkinunum séu eitthvað ofurlítið betur úr garði gerð en önn- ur, til dæmis til þess að forðast hættur, til þess að afla sér maka, eða til þess að ná í fæðu, en það getur algerlega riðið baggamun- inn í orrustunni fyrir lífinu. Þau systkinin, sem betur eru her- vædd en hin við þau kjör, sem dýrin kunna að eiga við að búa í 12*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.