Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 183
Dýrin tala.
Bók með þessu nafni kom á markaðinn fyrir jólin. Er það þýð-
ing á dýrasögum, sem danski náttúrufræðingurinn (ekki uppeldis-
fræðingur, eins og höfundarnir kalla hann) magister Ingvald
Lieberkind hefir að mestu leyti samið. Hún er þýdd af þremur
kennurum, þeim Gunnari M. Magnúss, Eiríki Magnússyni og Jóni
Sigurðssyni. Höfundarnir hafa sýnt lofsverðan áhuga náttúru-
fræðinni og menningarmálum landsins til handa, með því að ráð-
ast í þetta starf, en betur hefðu þeir samt reynzt bæði menningar-
málunum og náttúrufræðinni, ef þeir hefðu ekki ráðist í þetta
verk, heldur látið það ógert. Eg get sannfært lesendur Náttúru-
fræðingsins um það, að mér er mjög ógeðfellt að þurfa að verða
þýðendum og útgefanda til óþæginda með því að minnast á þessa
bók, eins og hún er, og skyldi hafa verið fyrsti maður til þess að
fagna henni og bjóða hana velkomna, ef hún hefði verið þess virði.
Um þetta bera ritdómar mínir um góðar náttúrufræðilegar bæk-
ur vitni.
I formálanum segja þýðendurnir meðal annars:
„Er það von okkar, sem að þýðingu þessari stöndum, að þeim
(dýrasögum bókarinnar) takist að vekja áhuga barna og unglinga
fyrir hinni lifandi náttúru, og geti á aðgengilegan hátt aukið dýra-
fræðiþekkingu þeirra. Væntanlega koma þessar sögur hinum fá-
skrúðugu skólabókasöfnum okkar að góðu haldi. Það varð að sam-
komulagi, að z skyldi sleppt“.
Þess skal getið, að þýðendur lofa þremur heftum í viðbót.
Það er algerlega vonlaust að tína til allar þær stórmisfellur, sem
þessi bók ber börnum þeim, sem hún á að fræða, aðeins vil eg
nefna örfá dæmi, sem ættu að sýna hvílíkt gersemi bókin er, eða
hitt þó heldur.
Dýrafræöin, sem kennararnir ætla að láta börnin læra, er þetta:
Til eru geitur, sem eru „tamdar vegna ullarinnar", bls. 24. Geit-
ur hafa með öðrum orðum ull.
Á steinöldinni voru til „steinspjót með tinnuoddum“, bls. 29.
Þú heilbrigða skynsemi! Hvernig fóru steinaldarmenn að búa
til steinspjót með tinnuoddum. Þarna hafa höfundarnir eins og
víða annars staðar ekki skilið sænskuna. I bókinni, sem átti að
þýða, stendur: flintspetsade spjut.