Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 44
184 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
...............................................................Illlllllllllllll
Möðkum, ormum, lirfum og jafnvel slöngum er þráfaldlega
ruglað saman, og kunna þýðendur þar auðsjáanlega lítil skil á.
Þegar háhyrningur strandar, í eltingaleik við seli, þá deyr hann
vitanlega, en úr hverju haldið þið að hann deyi? Hann deyr úr
hungri! Ef einhver hefði haft hugsun á því að færa þessari gráð-
ugu skepnu mat, þar sem hún lá í fjörunni og var að bíða eftir
flóði, þá hefði hún líklega ekki dáið, eða hvað?
Hvaða fróðleik eiga börnin að grípa úr munni hrafnanna, þeg-
ar þeir eru að hæla sér af því (bls. 91), að þeir séu eiginlega fyrstu
landnemarnir á Islandi? Þýðendurna rámar eitthvað í hrafna þá,
sem Hrafna-Flóki hafði með sér, en nú eiga víst börnin að læra,
að mennirnir hafi komið með dýrin til Islands, alveg eins og Nói
gamli tók með sér dýr í örkina, áður en syndaflóðið skall á.
Það er aðeins til ein arnartegund á íslandi, haförnin (bls. 132),
(fiskiörnin ekki nefnd), enda hafa þýð. svo mikið við hana, að
láta hana ýmist vera karlkyns eða kvenkyns.
Gemsu og geit rugla kennararnir saman (bls. 135).
Börnin eiga að læra, að kuðungur sniglanna heiti skel eða
skurn, og það er ekki heldur nauðsynlegt að gera greinarmun
á kuðung og snigli, eða hver skyldi hneykslast á því, þótt yfir-
frakkinn af manni, sem heitir Guðmundur, væri kallaður Gvend-
ur, þótt því fylgdi náttúrlega sá galli, að enginn gæti áttað sig á
því, hvenær væri talað um frakkann og hvenær um karlinn
sjálfan.
Síldin hefir klofið stél, börnin góð (bls. 165). Hreistur síldar-
innar tekur á sig undurfagra liti. I síldarhreistrinu er bein, og
bein tekur ekki á sig undurfagra liti. Síldin lifir í „norðanverðu
Atlantshafi". Það er rétt, en ekki fullnægjandi fróðleikur. Eða
hvert skyldu Japanir, einhver mesta síldveiðaþjóð heimsins, sækja
þá síld, sem þeir veiða. Á næstu blaðsíðu fræða kennararnir börn-
in á því, að síldin sé komin af vatnafiskum, — þar er sænskan
aftur fullkomlega misskilin.
I greininni um álinn rugla þýð. saman glerál og glansál, og þeir
láta karlfiskinn vera stærri en kvenfiskinn. Svo láta þeir álalirf-
urnar (sem þeir kalla seyði, aftur ruglað saman ólíkum hugtök-
um) synda, synda, frá gotstöðvum álsins vestur í Atlantshafi upp
að ströndum Evrópu. Það er nú ef til vill smámunaskapur að
meina íslenzkum menntamönnum að gleyma því fyrirbrigði, sem
nefnt er Golfstraumur, ekki eigum við honum líkiega svo mikið
að þakka, íslendingar. Eða hvernig ætli loftslagið væri hér, ef að