Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 45

Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 185 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 1111111111111111111111 Golfstraumurinn væri hvergi, og þó eru til menn, sem muna ekki að hann sé til, heldur skýra fyrirbrigði, sem honum eru að þakka, eins og það að álalirfurnar berast til Evrópu, á hinn furðulegasta hátt. Þýðendur láta dýr, sem ekki eru nema örfáir cm á lengd, synda í þrjú ár, þangað til þær „reka snjáldrið í síðuna á Ev- rópu“, eins og þeir orða það. Karfinn er djúpfiskur, það taka þýðendurnir fram, sem er rétt, en í heimkynni hans segja þeir þó til þaraskóga Það er nú álíka fjarstæða eins og ef sagt væri að þorsk mætti veiða í ám og vötn- um. Þýðendurnir taka það réttilega fram, að karfinn gleypi fæðuna í heilu lagi, eins og það sé nokkuð sérstakt með hann, eða þekkj- um við nokkurn fisk, sem tyggur fæðuna? Þeir nefna það einn- ig, að hann fæðir lifandi unga, það er rétt, en svo bæta þeir við, að aðrir fiskar gjóti eggjum. Það er misvísandi, því að margir aðrir fiskar fæða unga, t. d. margir háfiskar. Þó tekur út yfir alla þjófabálka, þegar farið er að lýsa „fjölskyldulífi" karfans. Hin „skáldlega“ lýsing á umönnun móður og systkina fyrir litla karfanum er svo átakanleg skrípamynd, mér liggur við að segja „Spegil-mynd“ af lifnaðarháttum fiskanna, að vel mætti nota það í „grín-blað“. Eða hvernig ætli að fari um umönnun móðurinnar fyrir hverju einstöku barni, þegar barnahópurinn, sem kemur í heiminn á hverju ári, er 100,000—200,000, og hvernig mætti sú umönnun takast, þegar vitað er að seiðin fara upp í yfirborð og berast strax burt frá gotstöðvunum með þessu fyrirbrigði, sem við nefndum áður, Golfstraumnum. Þegar sonur fiskimannsins er búinn að melta þennan fróðleik, þegar hann rennir huganum út á djúpið, þar sem faðir hans er að leita honum bjargar, þá vekja kennararnir hann á ný, með geddu, sem þeir láta ráðast á karfann. Allir sæmilega vel gefnir krakkar, sem eru farnir að komast til vits, vita þó að geddan er vatnafiskur, og getur því ekki elt annan fisk, sem lifir á djúpsævi, — að geddan er ekki til hér á landi, og getur því ekki átt í höggi við íslenzka fiska, en hér er verið að skrifa um íslenzkan fisk, fyrir íslenzka skóla. Eg hirði nú ekki um að tína fleira til, eg vona að hér sé komin nægilega glögg lýsing á þessari einstöku ritsmíð. Ef þýðendurnir hafa tekizt þetta verk á hendur af áhuga fyrir náttúrufræði, er mér það með öllu óskiljanlegt, hvernig stendur á því, að þeir eru með öllu gjörsneyddir einföldustu frumþekkingu í náttúrufræði. Það eru ill örlög að verða svo úti í fræðigrein, sem maður ber áhuga fyrir. Hvað þá um aðrar fræðigreinar ? — Ef þeir hefðu

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.