Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 187 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Samtíningur. Aristótelesi, einhverjum mesta spekingi, sem uppi var á blómaöld Grikkja, er þannig lýst í gömlum ritum: Hann var lítill vexti, mjög gáfu- legur ásýndum, hægur og stilltur, en noklcuð dramblátur í framkomu og kaldur í tilsvöi’um. Sagt var að hann hafi gengið svo vel til fara, og lifað í svo miklu velsæmi, að það nálgaðist óhóf. Alexander mikli var mikill vin- ur hans, og styrkti hann með hug og dug. Stundum hafði Alexander látið hann fá miklar féfúlgur til þess að „gefa út“ rit sín; í eitt skipti meira að segja á fjórðu milljón króna í peningum, en það er nú víst nokkuð orðum aukið. Síðast í fornöld varð til ritgjörð, líldega í Alexandríu, sem hlaut nafn- ið „Fysiologus“ (þ. e. eiginlega ,,Lifeðlisfræðingurinn“). Þetta rit var af- ritað á fjölda mörg mál á miðöldunum, meira að segja á íslenzku, því að handrit með íslenzkum texta er til í Árna Magnússonar safninu í Kaup- mannahöfn. í riti þessu eru hinar furðulegustu myndir af ýmsum dýrum, þar á meðal af skepnu, sem líkist hval, en hefir þó framfætur með klóm. Hún er nefnd Aspedo. í ritinu stendur, að hún geti andað frá sér ilm, sem hæni fiskana beint upp i munninn á henni, svo að ekki þarf hún að hafa mikið fyrir matnum. Á miðöldunum var ekki farið í launkofa með lík, sem þurfti að kryfja. Það var gert í einskonar ,,leikhúsi“, þar sem var stórt borð á miðju gólfi fyrir líkið, og bekkir allt í kring, þar sem áhorfendur gátu setið og skemmt sér. Það var litið á slíka viðburði sem beztu skemmtanir, og menn skemmtu sér þá einnig um leið á annan hátt, svo að oft varð að kasta fólki út, eins og það væri á illræmdri „knæpu“. Einu sinni kom það fyrir, að það varð að hætta við allt í miðju kafi, vegna þess, að þegar farið var að kryfja líkið, en það var af nýhengdum manni, þá lifnaði það við. Ástralíusvertingjar halda að vetrarbrautin sé reykur af báli liðinna manna, og að sólin hafi orðið til úr strútfuglseggi, sem kastað var upp í himininn, festist þar, og varð lýsandi. Þeir halda að mennirnir séu orðnir til úr eðlum, með því móti að „Hinn mikli andi“ skapaði manninn úr eðlunni á þann hátt, að hann mótaði höfuð hennar, þangað til að fram komu augu, eyru, nef og munnur, lét hana síðan rísa upp á afturfótunum og skar loks halann af henni: maðurinn var orðinn til. Fyrir nokkrum áratugum héldu menn, að ekkert líf gæti þrifist í sjón- um á meira dýpi en hér um bil 300 föðmum. Einn af þeim fyrstu, sem fann dýr á meira dýpi, um 400 föðmum (kringum 1840), var J. C. Ross, og það var í höfunum kringum suðurheimsskautið. Þó var lítið mark tek- ið á því, og í bók um sjávardýrin við Bretlandseyjar, eftir E. Forbs, eru

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.