Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 6
114 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiimiimmmiiiiiiiiiimiiiiiimiimiimiiimiimmiiiimmiiiiiiimiiiimiiimmiifiiiiimiiimmiimmimimmiimiiir dýr á sjávarbotninum og við hann, eða uppi um allan sjó. Mörg iýsa (sbr. nafnið Ijóskrabbar, kampalampi o. fl.). Auk þess sem sköpulag krabbadýranna er eins margbreytilegt og nú var sagt, eins er líka stærð þeirra mjög misjöfn: hin smæstu (krabbaflær o. fl.) eru örsmá, eins og „lýs“, en önnur á stærð við hin stærri skordýr (þanglýs og marflær) eða mikið stærri (humrar og krabbar) og hin stærstu (japanski risakrabb- inn, Macrochira Kaempferi) eru, að töngunum meðtöldum, stærri en maður. Krabbadýrin eru mörg hver mikilsverð fæða fyrir ýmsa sjávar- búa (hvali, seli, síld, þorsk, ufsa, karfa, loðnu, sandsíli o. fl.) og um leið óbeinlínis fyrir oss mennina, en sum þeirra eru einnig mönnunum til beinna nytja, þar sem ýms þeirra (humrar, rækj- ur og krabbar) eru veidd svo mikið til matar, að það nemur alls og alls mörgum milljónum króna á ári og gefur fjölda manna at- vinnu. Einstaka (t. d. tréætan) leggjast á viðinn í hafnarvirkjum í sjó og valda oft með því stórskemmdum. Vegna hins mikla mismunar, sem er á krabbadýrunum í eðli og útliti, eru þau greind í margar deildir, sem hér verða eigi nefndar. Hér skal aðeins tekið fram, að oft eru nefndar tvær aðaldeildir þessara dýra, stórkrabbar (Malacostraca) og smákrabbar (Ento- mostraca), sbr. dýrafræðina. Stórkrabbarnir greinast aftur í skjaldkrabba (Thoracostraca) og hringkrabba (Arthrostraca) o: þanglýs, marflær o. fl. Af skjaldkröbbunum (en til þeirra telj- ast einnig Ijóskrabbar, ögn o. fl.) eru tífætlurnar (Decapoda) merkastar og þau einu krabbadýr, sem hér verða tekin til með- ferðar.1) Tífætlurnar teljast, eins og nú var sagt, undir skjaldkrabbana,. og eru nefndar svo, af því að þær hafa 10 kroppfætur (5 pör), en eins og nafnið skjaldkrabbar ber með sér, hafa þær mikinn og oft harðan skjöld, líkt og brynju yfir höfði, bol og síðum, og ganga oft ein eða fleiri trjónur fram úr honum á milli augnanna, en þau eru á hreyfanlegum legg. Halinn er, ef hann er ekki ummynd- aður (sbr. kuðungakrabba), í 7 liðum, oftast mjög vel þroskaður og vöðvamikill sundhali, með lárétta sundblöðku, líkt og á hvölum; að ofan er hver halaliður með brynplötu, en að neðan með tveim blaðkenndum halafótum. Ef ekkert er um að vera, rær dýrið sér 1) fsl. ljóskröbbum hefir Árni Friðriksson lýst í bæklingnum Áta ís- lenzkrar síldar. Khöfn 1930, bls. 80.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.