Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 12
120 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ' ItlllllllllllllllllillllllllllllllllllllllI11111111111111IIIIIIllllllllllllllllllllllIIIllllll||llll||llllllllllllllllllllllllllllllIIIllllllllllllllllllllllllt c. ísrækjur (Hymenodora) með mjög stutta trjónu og mjög smá augu, ein tegund þekkt. 1. ísrækja (H. glacialis Buckh.). All-stór, allt að 90 mm, blóðrauð á lit með hvít augu. Hún er reglulegt úthafs- og djúp- sævisdýr, sem á heima á 900—3500 m dýpi í ísköldum sjó í hafinu á milli N-Grænlands, íslands, Spitzbergen og Noregs. Hér við land hefir hún aðeins fengizt, svo að vitað sé, á norðurbrún Stranda- grunns (á 235—250 m), var þar mergð af henni í þorski, sem veiddist í botnvörpu í maí (bv. Skallagrímur), og verður hennar þar sennilega oftar vart, ef að væri gáð. Flest af þessum dýrum hafa verið fullorðnar mæður (80—90 mm), sumar með egg undir hala. — Eftir litnum og smæð augnanna að dæma, lítur út fyrir að ísrækjan sé djúp- og miðsævisdýr, með litla sjón, eins og mörg önnur krabbadýr af því tæi, sem sum eru steinblind, og koma lít- ið upp í dagsbirtuna. Hér virðist vera mikil mergð af henni í kalda sjónum utan við Strandagrunnið og ef til vill víðar, á vorin, og lítur út fyrir að hún sé þar verulegur þáttur í fæðu þorsksins. d. Hrossarækjur (Crangon) eru flestar fremur smáar og nokk- uð breiðvaxnar rækjur, með einkennilegar griptengur á fremsta ganglimapari: Fram úr hinum breiða, yzta fótlið, gengur engin tota, sem fremsti táliðurinn geti gripið á móti, og verður hann því að grípa á móti framrönd hans (sbr. 4. md. og griptengur á kröbbum). Trjónan er tannlaus og mjög stutt. 1. Marþvari (Crangon eða Sclero- crangon boreas Phipps) x) er af rækju til allstór, 1 allt að 110 m, með harða skurn og breiðan, hnúðóttan skjöld, en tiltölulega stutta fálmara. Liturinn er mjög breyti- legur, og oft í nánu samræmi við umhverf- ið á hinum harða, grjót- og kóralbotni, sem dýrið heldur sig mest á (sbr. marhnút og þanglýs). Marþvarinn er há-norrænt grunnsævisdýr, sem lifir á 1) Eggert Ólafsson lýsir fyrstur þessu dýri, en segir það ásamt rækjunni (Regen) nefnt kampalampa (af bví að kampar (o: fálmarar) beirra lýsi í myrkri), en marþvaranafnið, sem upprunalega er líklega nafn á einhverjum marhnútskenndum fiski, hefir nú fest sig við þetta dýr. Mohr gerir fyrstur (allgóða) mynd af því, í „Forsög til en islandsk Naturhistorie“. 4. md. 1. fyrsti og ann- ar ganglimur af Nor- egsrækju. 2 töng af ann- ari rækju. (Úr Danm. Fauna).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.