Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 8
116 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
miiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiMimiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiniiuiiiiiiiiiii,,n,1,1,111,1
dýpi. Höf. hefir fundið hann á öllu dýpi, frá c 20 m í Hvalfirði, 50
m í Héraðsflóa, á 75 m í Isafirði, allt niður á 420 m í Eyjafjarð-
arál, tíðast á 150—300 m og á ýmsum alþekktum fiskislóðum eins
og í Vestmanneyjasjó, á Selvogsbanka, Eldeyjarbanka, Suður-
Köntum, í Jökuldjúpi, í ísafjarðardjúpi, á Hala, Kögurbanka,
Strandagrunni og í N-brún þess, á Hornbanka, í Eyjaf jarðarál
(Dana, 1924 og 1926) ; svo fékkst
hann í mergð á 160—175 m í Reyð-
arfirði, á Thor 1903. Hefir hann
fengizt í botnvörpu, eða smærri
rannsóknavörpur, eða úr þorski,
sem etur hann oft ómælt. Virðist
svo sem hann sé mjög tíður á flest-
um þessum slóðum, einkum þó í
álum og á útjöðrum landgrunnsins, við NV-, N- og A-ströndina,
þar sem dýpið er 200—400 m og hitinn lágur (enda má hann að-
allega teljast íshafsdýr) og þar er hann að jafnaði stærstur (full-
þroskuð kvendýr).
Stóri kampalampi er leðjuæta, sem lifir á rotnandi leifum dýra
og jurta, sem eru að finna í leirnum á sjávarbotni. Er því eðli-
legt, að hann og aðrar rækjur, sem eru leðjuætur, haldi sig mikið
við botninn og séu því auðveiddar í botnvörpur. Höf. hefir séð
mæður með egg á ýmsu klakstigi, undir hala, á tímabilinu 5.—20.
maí, bæði í Jökuldjúpi og við Norðurland, en ekki minni en 130
mm, og er það eðlilegt, þar sem það nú er orðið víst, að dýrið
er tvíkynja, byrjar kynsþroskann sem karldýr, en breytist svo
síðar (c 100 mm langt) í kvendýr. Þetta er annars ekki óþekkt
fyrirbrigði með krabbadýrum (sníklum af þanglúsa tæi).
Á síðasta tug 19. aldar fundu sjólíffræðingarnir Dr. Johan Hjort
(Norðmaður) og Dr. Johannes Petersen (Dani) svo mikið af þess-
ari kampalampategund í fjörðum Suður-Noregs og Bóhúsljens í
Svíþjóð, að það gaf tilefni til þess, að menn fóru að veiða hana,
og með þeim árangri, að nú veiða Norðmenn og Svíar hana fyrir
c 3 millj. króna á ári og flytja hana út í mildum mæli. •— Síðustu
árin hafa Isfirðingar gert tilraun með að veiða kampalampa (bæði
stóra og litla, sem eru nú tíðast nefndir rækjur) í Djúpinu og
fjörðum þess (einkum Hestfirði), með svo góðum árangri, að sett
hefir verið upp verksmiðja á ísafirði til niðursuðu og annarar
hagnýtingar á krabbadýri þessu (sjá frekara Náttúrufr. VI, bls.
30—37).
1. md. Stóri kampalampi.
(B. Sæm.: Dýrafræði).