Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 117 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII 2. Litli kampalampi (P. montagui Leach) D Rejekonge (2. md.). Eins og nafnið segir til, er þessi teg. mun minni en hin, 1 ekki yfir 125 mm, og tíðast aðeins 50—60 mm, grá, með rauð- um skástrikum á síðum, trjón- an uppsveigðari, en á hinum, lítið lengri en bolurinn. Hann er meira grunnsævisdýr en hinn og fæst á öllu dýpi frá 5—400 m, en tíðast á 20— 100 m. — Heimkynni hans eru hlýari sjór N-Atlanzhafs- ins, frá Englandi, Hollandi og A-strönd N-Am. fyrir norð- an 39° n. br.; hann er tíður við Norðurlönd, allt til Finn- merkur, og mjög algengur hér við land, að minnsta kosti í öllum hlýjari sjónum, bæði inni í fjörðum og úti á djúp- miðum, á tímabilinu maí— ágúst. — Hann heldur sig oft í þörunum, en er annars á ýmiskonar botni og sennilega leðjuæta, líkt og hinn, og er sjálfur mikilsverð fæða fyr- ir marga fiska, einkum þorskinn, má oft finna hann í tugatali í þorskamögum. Höf. hefir séð mæður með egg á hala á tímabilinu 28. febr. til 25. maí. Líklega skiptir hann um kyn, líkt og hinn. Isfirðingar hafa veitt nokkuð af litla k. saman með stóra k., og er hann ekki óljúffengari en hinn, en er mikið minni og því ekki eins verðmætur og hann. 3. Bonniers kampalampi (P. Bonnieri Caull.) er þriðja kampalampategundin hér við land, en miklu sjaldséðari en hinar, og aðeins fenginn við S-ströndina. Höf. hefir aðeins séð hann á tveim stöðum, í Fjallasjó, fyrir austan Vestmanneyjar, á 260 og 265 m (Thor), á fyrri staðnum mergð. Að stærð er hann svip- aður og stóri kampalampi. b. Smárækjur (Spirontocaris, Hyppolyte), eru smávaxnari en kampalamparnir (stórrækjurnar), með tiltölulega styttri og þynnri, ekki uppsveigða, trjónu. 2. m. B, annar hægi'i gangfótur, C 1, trjóna af stóra kampalampa, C 2, trjóna af litla kampalampa. (Úr Danm. Fauna)

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.