Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 147
iimmiiiiiiiiiiiiimimiiiiiimmiimiiimimimmmiiiimmiiiiiiiimiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiimiimiimiimmiimiiiiiiiiiiiiiiimiii
Kúhegri (Ardeola ibis (L)).
Seinni partinn í júní s. 1. barst mér bréf úr Vestmannaeyjum,
með lýsingu á ókenndum fugli, sem þá var nýkominn þar á land.
Grunaði mig þá, að hér væri um erlendan flæking að ræða, sem
e. t. v. gæti hafa komizt hingað af sjálfsdáðum. En mér þótti það
Kúhegri. (Eftir Heilm. og Mann.: Danmarks Fugleliv).
þó fremur ólíklegt, vegna fjarlægðarinnar frá heimkynnum hans,
því eg var þess full viss, að það hlaut að vera kúhegri, sem kom-
inn var til eyjanna. Bæði var það, að bréfritarinn lýsti útliti fugls-
ins nákvæmlega og hegðun hans benti einnig eindregið í þá átt,
svo vart gat verið um aðra tegund að ræða. En ltúhegrinn á heim-
kynni á sunnanverðum Spáni og Portúgal, í Norður-Afríku, t. d.
Marocco, Alzír, Túnis, Egyptalandi, Suðvestur-Arabíu, í Gyðinga-
landi og víðar. Af sjálfsdáðum hefir hann eitthvað þrisvar sinnum
flækzt til Bretlandseyja og að minnsta kosti einu sinni til Dan-
merkur.
Það er sérkennilegt við hátterni þessa fugls, að hann hænist
mjög að nautgripum þar sem þeir eru á beit og situr oft á bakinu
10*