Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 23
N ÁTTÚRU FRÆÐ1N G URTNN
181
inn ölnlli við lireiðurbygginguna en kvenfuglinn. Hreiðrið nær
venjulega li tið upp fvrir vatnsflötinn og er ]iví alltaf nijög lilautt.
Toppseföndin fer stunduni að verpa í apríl, en venjulega þó ekki
fyrr en i mai- júlí og stundum jafnvel ekki fvrr en í ágúst—•
september. Fer það mest eftir þvi, hvenær vatnagróðurinn nær
þj’öska á hverjum stað. Eggin eru oftast 3—4, sjaldan 5 eða janfvel
6—7, og verpur fuglinu þeim með 18 klukkutíma miilibili. Þau
eru ílöng og fara oftast mjókkandi lil beggja enda. Nýorpin eru
þau bláhvit eða blágrænleil með livítu, oft slitróttu kalklagi utan
á skurninni eins og egg annarra sefanda. En rotnandi hreiðurefni
gjöra þau brátt gul eða brún eða jafnvel nærri svört. Um leið og
fuglinn yfirgefur hreiðrið, þekur hann eggin vandlega með hreið-
urefnum, svo framárlega sem honum vinnst timi lil þess. Hjónin
skiptast á um að liggja á eggjunum með um 3—3V2 klukkutima
millibili. Ásetutíminn byrjar venjulega, en þó ekki alltaf, við fyrsta
egg. Útungunartíminn eru 27 29 dagar. Báðir foreldrarnir ann-
ast um ungana og mata þá. Karlfuglinn leggur sig mjög fram við
]>að i fyrstu, en minna, þegar frá líður. Ungarnir fara að kafa, þeg-
ar þeir eru 6 vikna, og 9—10 vikna eru þeir orðnir óháðir foreldr-
unum. Toppseföndin verpur ýmist einu sinni eða tvisvar á sumri.
Stundum verpa mörg pör saman á smábyggðum.
Meðan toppseföndin dvelst á ósöllu vatni, lifir hún á alls konar
vatnafiskum og stundum hrognum, ýmsum skordýrum, einkum
vatnaskordýrum og lirfum þeirra, marflóm, vatnalindýrum, frosk-
dýrum og vatnagróðri. Á sjónum utan varptímans étur hún ým'sa
sjávarfiska og seiði þeirra, svo sem smásild, þorskfiskaseiði o. fl.
og ennfremur krabbaaýr. í maga toppsefandarinnar er auk þess
alltaf talsvert af fjöðrum af fuglinum sjálfum.
Á ensku lieitir toppseföndin Greal Crested Grebe, á þýzku
Grosser Haubentaucher eða Grosser Steissfuss, á dönsku Toppet
Lappedvkker eða Stor Lappedykker, á norsku Toplom og á sænsku
Skággdopping. 1 grein sinni i Náttúrufræðingmun hefir Þorsteinn
Einarsson gefið þessari tegund nafnið stórtvppt sefönd. Mér finnst
toppsefönd þjálla og auk þess nægilega einkennandi fyrir tegund-
ina, því að á hinum sefandategundunum er toppurinn lítl eða að
minnsta kosli miklu minna áberandi.
26. Amerísk stóra sefönd — Podiceps griseigena holboellii.
Reinh.
í fvrrnefndri grein í Náttúrufræðingnum getur Þorsteinn Ein-
ai'sson auk þess um stóru sefönd, sem náðst hal'i í Vestmannneviuin