Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 7
NATTURU FR ÆÐING URINN 105 Árið 1941 varð enn á nokkrum stöðum vart við bókfinkur hér á landi. Fullorðinn karlfugl sást í Alþingishúsgarðinum í Reykja- vik 22. maí. Næstu daga á eftir sást hann í garði Hressingarskálans og í fleiri görðum i miðbænum (F. Guðm.). I Neskaupstað í Norð- firði var bókfinkupar um tíma um vorið, en hvarf snemma í maí (Björn Björnsson). Á Kvískerjum í Öræfum sásl hókfinka 20. apríl í garðinum við hæinn og dvaldist hún þar í nokkurn tíma. Þann 18. okt. sást aftur bókfinka á Kvískerjum, og dvaldist hún þar í nokkra daga. Það var kvenfugl. Þann 14. nóv. sást enn bók- finka á Kvískerjum, og var það einnig lcvenfugl (sú sama og sást 18. okt.?) Dvaldizt liún fram i des. Loks sáust tvær hókfinkur (karlfuglar ) á Fagurhólsmýri í Öræfum þann 24. apríl. Heimild- armenn mínir að upplýsingunum um bókfinkurnar á Kvískerjum og Fagurliólsmýri eru Sigurður og Hálfdán Björnssynir. Ég hefi hér og eins í Fuglanýjungum I talið bókfinkur þær, sem vart Jiefir orðið við hér á landi, til undirtegundar þeirrar, sem á heima í Skandínavíu og víðast livar annars staðar á meginlandi Evrópu. Eigi að síður gæti hugsazt, að Fringilla coelebs gengleri Kleinschmidt slæðist hingað, en sú undirtegund á heima á Bret- landseyjum. Úr því verður ekki skorið nema með ítarlegri rann- sókn á hömum héðan. 7. Fjallafinka — Fringilla montifringilla L. Þann 21. apríl 1941 sáust tvær fjallafinkur í garðinum við hæinn á Kvískerjum í Öræfum (Sigurður Björnsson). 8. Lævirkjabróðir — Calandrella brachydactyla brachydactyla (Leisler). Þann 20. nóv. 1940 náðist óþekktur smáfugl af ketti í Vest- mannaeyjum. Var hann með lífsmarki, en drapst skömmu síðar. Þorsteinn Einarsson og Friðrik Jesson sendu Náttúrugripasafn- inu fuglinn, og kom þá í ljós, að um þessa tegund var að ræða, en hennar hefir aldrei áður orðið vart liér á landi. Kyn fuglsins var ekki ákvarðað, en mál hans i mm. voru þessi: vængur 88.5, stél 57,0, nef 19.5, rist 18.3, miðtá + kló 14.4 og kló 5.0. Lævirkjabróðirinn lelzl til lævirkjaættarinnar (Alaudidae). Að vexti og lit svipar honum nokkuð til sönglævirlcjans, sem getið verður hér næst á eftir, en lævirkjabróðirinn er þó minni. Stærð

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.