Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 22
180 NATTÚRUFRÆÐINGURINN um þeim yztu og innstu, livítar. Yfirvængþökur eru brúnar nema litlu vængþökurnar i alnbogabeini (niðurarmi), sem eru livítar. Síður eru rauðbrúnar með grásvartyddum fjörðum. Að öðru leyti er fuglinn allur hvítgljáandi að neðan, og sami litur er á undir- vængþökum og vængkrikafjörðum. Lithimnan rauð, með mjó- um gullgulum hring um ljósopið. Nefið er bláblýlitt í oddinn (báðir skoltar), nefmænir dökkhornbrúnn, efri skoltur rauðleitur á hliðum og neðri skoltur dökkrauður. Rist og tær að utanverðu dökkleilar, grágrænbrúnar eða jafnvel svartar. Risl og lær að innanverðu og sundfitir grængulleitar og oft með dekkri blettum. Ivarl- og kvenfuglar í haust- og vetrarbúningi eru dökkgrábrún- ir að ofan og hvítgljáandi að neðan. Vængur eins og i vor- og sumarbúningi. Ekki ósjaldan vottar fyrir nokkrum dökkleitum eða rauðbninum fjöðrum sem siðustu leifum kragans. Ungir fuglar á fyrsta liausti eru eins á iit og karl- og kvenfugl- ar í vetrarbúningi. Þó eru sumar kollfjaðrirnar hvityddar, og á Iiöfuðhliðum og efst á hálshliðum eru dökkbrúnar langrákir og dílar, og auk þess bryddir þar venjulega eitlhvað á rauðbrún- um iit. Lithimnan daufgul. Heimkynui toppsefandarinnar ná yfir mikinn liluta Evrópu og Asiu, frá Atlantsliafi austur að Kyrrahafi og suður að Indlands- Iiafi og Miðjarðarhafi, og ennfremur Norður-Afríku. I Evrópu ná varpheimkynni Iiennar norður að 60° í Noregi, norður um Vermaland og Dalina Sviþjóð, norður að 66° í Einnlandi og norð- ur að Onegavatni og Permhéraði i Rússlandi. Á Rretlandseyjum og frlandi er hún einnig algengur varpfugl, en hefir ekki sézt í Færeyjum. Aðrar undirtegundir eiga lieiina í Afriku sunnan Saliara, i Ástraliu og á Tasmaniu og Nýja Sjálandi. í hinum norð- lægari heimkynnum sínum er toppseföndin farfugl. Fuglar frá norðanverðri Evrójju leita t. d. til Miðjarðarhafslandanna á vetr- um. Á Rretlandsevjum og írlandi er topp-seföndin þó algjörður staðfugl að ])ví, er virðist, og veldur því sjálfsagt liið milda evja- loftslag. Um varplímann lieldur loppseföndin sig á gróðurmiklum vötn- um og stærri tjörnum og jafnvel stundum á lygnum árvogum, en utan varptímans leitar hún lil sjávar og lieldur sig með ströndum fram. Einstaka fuglar dveljast þó sums slaðar árlangl á vötnum, sem frjósa ekki. Ilreiðrið er ýmist flothreiður í valnagróðurs- breiðum eða b\rggt upp frá botni á grunnu vatni. Það er gjört úr margs konar vatnagróðri, sem liæði hjónin hrúga saman í flata dyngju með grunnri hreiðurlaut í miðju. Venjulega er karlfugl-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.