Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 9
NÁTT Ú R l: FR ÆÐINGURINN 1(57 vart í Sviss, Austurríki, Póllandi, Belgíu, Þýzkalandi (á Helgolandi næstuni árlega) og eittlivað 24 sinnum á Bretlandseyjum. Kjörlendi lævirkjabróðurins eru hrjóstrugar og sendnar auðnir eða þurrt graslendi, gresjur með strjálum runnum, saltsteppur o. s. frv. Hreiðrið er aðeius laut ofan í jarðveginn, hulin þistlum eða grasi og fóði-uð losaralega að innan með visnuðu grasi, rótartægj- um, Iiári og jurtaull. Yarptiminn stendur frá því um miðjan april og fram i júní og júli, enda verpur lævirkjabróðirinn tvisvar á sumri. Útungunartíminn eru 14 dagar. Eggin eru 3—5, stundum 6, með ljósbrúnleitum eða öskugráum dropum, dilum eða rákum á einhvern veginn brúngulleituin eða jafnvel bláleitum grunni. Fæð- an eru alls konar fræ og fleira úr jurtaríkinu, en einnig skordýr, t. d. bjöllur og tvívængjur. A ensku er lævirkjabróðirinn kallaður Sliort-toed Lark og á þýzku Kurzzehige Lerche eða Kurzzehenlerche. 9. Sönglævirki — Alauda arvensis arvensis L. Hálfdán Björnsson, Kvískerjum í Öræfum, hefir sent Náttúru- gripasafninu fugl þessarar tegundar. Hann náðist þar 15. des 1941. Er það i fyrsta skipti, sem sönglævirkjans verður vart hér á landi. Mál fuglsins i mm. voru þessi: vængur 111.0, stél 71.6, nef 12.3, rist 24.6, miðtá + kló 20.2, kló 6.1, afturtá + kló 23.2, kl. 14.4. Kvn fuglsins var ekki ákvarðað, en eftir stærðinni að dæma getur varla leikið vafi á því, að þetla liafi verið karlfugl. Litur fuglsins bendir auk þess á, að um ungan fugl bafi verið að ræða. Sönglævirkinn telst til lævirkjaættarinnar eins og lævirkja- bróðirinn. Stærð lians í mm. er sem liér segir: vængur 111—122 á karlí'. og 99—-108 á kvenf., stél 71—76, rist 23—26, nef 12.5—14.5. Á sönglævirkjanum er 1. handflugfjöður mjög litil, meira en helm- ingi styttri en handþölcurnar, en sést ]ió greinilega að neðan. 3. handflugfjöður er lengst, 2. og 4. stundum eins langar, en venju- lega 1—2 mm. styttri. Innri armflugf jaðrirnar eru mjög langar, en þó alltaf talsvert miklu styttri (oftast meira en 1 cm. styttri) en lengstu handflugfjaðrirnar. Klóin á afturtánni er mjög löng, litið hogin eða bein. Lengd klóarinnar getur þó verið mjög mismun- andi, en alllaf er klóin þó lengri en afturtáin sjáll'. Að ofanverðu er sönglævirkinn brúnn með brúnsvörtum langrákum, en að neð- anverðu hvítleitur. Á uppbringu og síðum er hann þó ryðbleikur með brúnsvörtum dilum á uppbringúnni og eins litum langrákum á síðunum. Á framanverðum bálsi eru litlir dökkbrúnir dílar. Stutt

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.