Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 4
1G2
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hafa því 13 nýjar fuglategundir náðst hér á landi. Af hinum fugl-
unum, sem getið er um hér á eftir, hafa sumir aðeins sézt hér
einu sinni eða örsjaldan áður, en aðrir oftar, og enn aðrir sjást
hér árlega.
Sumum kann ef lil vill að finnast, að óþarft sé að geta jafn-
itarlega um stara, gráþresti, svartþresti og vepjur og ef til vill
fleiri tegundir vegna þess, hve algengar þær séu liér í flestmn
árum. Að mínu áliti eru þó ítarlegar liþplýsingar um slíka fugla
engu minna virði en upplýsingar um hina sjaldgæfari flækinga.
Einungis með slikri skýrslusöfnun er liægl að afla nokkurn veg-
inn öruggra heimilda um það, hve mikil brögð raunverulega eru
að hingaðkomu þeirra og hvar á landinu og á hvaða tíma árs
þeirra verður lielzt vart. Þegar slíkum skýrslum hefir verið safn-
að um nokkurt árahil, skapast fjTrst aðstaða til þess að dæma um
það, hvernig standi á hingaðlcomu þessara tegunda og livaðan
þær komi.
Ég vil taka það skýrt fram, að skýrsla þessi byggist eins og
Fuglanýjungar I eingöngu á athugunum og upplýsingum, sem
ég tel óvefengjanlegar. Nokkru af upplýsingum og Jýsingum á
fuglum, sem hafa ekki verið nógu greinilegar til þess, að hægt
væri að skera úr því með fullri vissu, um hvaða tegund hafi verið
að ræða, hefi ég því að sjálfsögðu orðið að sleppa. Af öllum nýj-
um fuglum eru auk þess til hamir eða aðrar leifar af þeim sem
sönnunargögn. I skýrslunni er heimildarmanna alls staðar getið
í svigum aftan við ujjplýsingar ]iær, er þeir hafa gefið. Eins og
í Fuglanýjungum I eru allítarlegar lýsingar á útliti og lifnaðar-
háttum nýrra fugla, sem ekki liefir verið getið áður á íslenzku,
og auk þess fvlgir lýsingunni mynd af hverri þessara tegunda
fyrir sig. Lýsingar ])essar her að skoða sem nokkurs konar viðbót
við fuglabók Dr. Bjarna Sæmundssonar, ])ví að með hjálp þeirra
á að vera hægt að ákvarða þær tegundir, sem höfðu ekki sézt
hér á landi, þegar sú bók kom út, en hafa fundizt hér síðan.
Að endingu vil ég leyfa mér að flytja þakkir mínar öllum þeim,
sem hafa lagt skerf til fuglarannsóknanna síðastliðin tvö ár eða
á einhvern hátt hafa sluðlað að þvi, að skýrsla þessi gæti orðið
sem fuljkomnust.
1. Kráka — Corvus corone cornix L.
Þann 31. marz 1940 hélt kráka sig á túnunum við Tungu hjá
Reykjavík. Daginn áður höfðu sézl 3 krákur á söinu slóðiun (F.