Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 6
116 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sveit og Laugardal tekur við annað þurrt svæði allt inn til Lang- jökuls. Öll Hekluhraun að meðtöldum fjöllum, sem upp úr þeim standa, eru þurr svæði. Og loks eru geysistór þurr svæði á öræfunum norður af Vatnajökli milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum. Mörg þurr svæði mætti nefna til viðbótar liæði á hálendi og láglendi, hér er aðeins getið liinna stærstu. Vitaskuld er ekki úrkomuleysi um vatnsskort þessara svæða að kenna, iieldur hinu, að berggrunnur þeirra heldur ekki vatni. Regn- vatn og leysingarvatn sígur mjög auðveldlega niður í bergið, hefur litla sem enga viðdvöl á yfirborði jarðar, en verður óðar að jarð- vatni. Jarðvatnsflötur liggur yfirleitt mjög djúpt og hlýtur að vera sléttari og hallaminni (líkari vatnsfleti undir berum himni) en í þéttum bergtegundum með tregu jarðvatnsrennsli. Hér og livar á þurru svæðunum ná þó djúpar dældir niður í jarðvatnið. Stendur Jrá í þeim tjörn eða stöðuvatn, afrennslislaust á yfirborði jarðar (t. d. Kleifarvatn, Öskjuvatn og Kerið í Grímsnesi). Eftir vorleysingar, þegar jarðvatnsflötur liggur grynnst í jörðu, nær liann víðar yfir- borðinu, og getur J)á svo farið, að |)ar myndist lækir og tjarnir í l)ili, en þau hverfa aftur, er kemur fram á sumar. (Svo er t. d. í Fóerlu- vötnum og á Sandskeiði á leiðinni úr Rvík austur yfir ljall.) Þar sem þurr svæði ná að sjó, rennur jarðvatnið neðanjarðar alla leið |)angað. Svo er þessu háttað t. d. á Suðurkjálkanum: A allri strand- lengjunni frá Selvogi til Hafnarfjarðar rennur hvergi lækur til sjáv- ar. Annars kemur jarðvatnið fram aftur þar, sem jaðrar þurru svæð- anna eru lægst yfir sjó, og verða J)ar venjulega mjög vatnsmiklar uppsprettur með stuttu millibili. Úr J)eim lindum geta myndazt stórar ár á litlu svæði. Slíkar ár hef ég nefnt lindár. Meðal stærstu og eindregnustu lindáa hér á landi eru Brúará í Árnessýslu og Ytri- Rangá í Rangárvallasýslu, og lítil, en fullkomin lindá nálægt Rvík er Kaldá fyrir sunnan Hafnarfjörð. Áður en ég nefni f'leiri lindár, skulum við athuga einkenni þessarar ártegundar. Eins og þegar er gefið í skyn, geta lindár náð fullri stærð örskammt fyrir neðan efstu upptök, og svo má heita um allar þær þrjár, sem nefndar voru. Vatnsmagn þeirra er mjög jafnt og stöðugt allt árið og hverju sem viðrar, þvi að jafnvel í lirhelli og leysingum hafa þær einungis aðrennsli neðanjarðar, og á þeirri seinfæru leið dreifist J)að og jafnast. Lindavatnið er kaldavermsl, hefur sama hitastig vetur og sumar. Hitasveiflur ársins ná ekki til jarðvatnsins á þurru svæðunum, vegna þess hve djúpt er á því. I uppsprettmn margra lindáa er hitinn þrjú til fjögur stig. Undan (a. m. k. sumum) svæð-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.