Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 14
124
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
í upptökum jökuláa er liitastig vatnsins 0° (eða því sem næst).
Jökulám og lindám svipar saman að því leyti, að báðar liafa stöðugt
(og lágt) hitastig í upptökunum. í hlýindum á sumrin hækkar hita-
stig beggja, er fjær dregur upptökum, unz það nálgast lofthitann.
Og þótt jökulár séu venjulega 3—4° kaldari en lindár, munu þær
margar hverjar ná því marki fyrr (á skemmri leið), vegna þess að þær
renna yfirlcitt dreift og eru grunnar, en lindárnar mjóar og djúpar.
begar kemur niður á undirlendi, virðast hin miklu jiikulvötn, Hvítá,
Þjórsá og Skaftá, verða alveg eins hlý í sumarhitum og dragár á sömu
slóðum og miklu hlýrri en lindár á borð við Brúará og Rangá. í
vetrarfrostum leggur jökulár yfirleitt fljótt, en að mínu viti þó engu
fyrr en jafnstórar dragár.
Oll íslenzk jökulvötn eru skolleit af leirgruggi og bera auk jicss
fram kynstur af sandi og möl. En allt er þetta bergmylsna, sem jökl-
arnir sverfa upp úr undirlagi sínu. Framburður jökulvatna af þess-
um efnurn er enn meiri en dragáa og miklu stöðugri, minna háður
váfnavöxtum. í brattlendi grafa jökulár sig ekki síður niður en drag-
ár, og farvegir þessara ártegunda eru mjög áþekkir. Þó hættir jökul-
ám meir en dragám til að verða að auravötnum. Því valda þau feikn
af grjótmylsnu, sem jöklarnir ryðja í upptök þeirra án tillits til þess,
hvort þær eru færar um að bera það allt fram. Þar sem halli er lítill,
getur svo farið, að þær liafi ekki við og Idaða þá fremur undir sig
en grafa sig niður. Þannig myndast víðáttumiklir aurar og hylja allt
fast berg á stórum svæðum. Um jrá dreifast árnar venjulega í mörg-
um kvíslum og mjög breytilegum, jafnvel frá einni dagstund til ann-
arrar. Öll hin illræmdu auravötn í Skaftafellssýslu og Rangárvalla-
sýslu koma undan jöklum, t. d. Skeiðará, Núpsvötn, Múlakvísl og
Markarfljót. Auravötn er erfitt að brúa, vegna þess hve þau flytja
sig til á aurunum, og sum óbrúandi vegna jökulhlaupa. Aftur á móti
eru á þeim tiltölulega grunn vöð, en afar óstöðug og hættuleg vegna
sandbleytu.
Nú hef ég lýst í aðalatriðum þremur höfuðtegundum íslenzkra
vatnsfalla: lindám, dragám og jökulvötnum, og nokkrum afbrigðum
þeirra eða undirtegundum. Eins og fyrr var getið, tekur jressi flokk-
un alls ekki til stærðar eða vatnsmagns ánna, lieldur aðeins uppruna
og eðlis. Stór vatnsföll — ár — hafa aðallega verið tekin til dærnis, en
þegar svo ber undir, eiga nöfnin lindalœkur, dragalcekur, jökullcekur
o. s. frv., fullan rétt á sér. Næst upptökum eru allar þessar vatnsfalla-
tegundir með svo glöggum einkennum, að þær eru auðþekktar hver