Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 127 Sveinn Þórðarson: Wilhelm Conrad Röntgen Fæddur 23. marz 1845 — Dáinn 10. íebr. 1923 Framfarir á sviði vísindanna l'ara jafnan fram í lotnm, þannig að um viss árabil rekur hver stóruppgötvunin aðra, en síðan taka við lengri eða skemmri tímabil, sem varið er til hagnýtingar þeirra upp- götvana, sem gerðar hafa verið, söfnun staðreynda og undirbúnings- starfs undir ný átök og nýja sigra í viðleitni mannsandans að öðlast skilning og þekkingn á lögmálum náttúrunnar. Má t. d. benda á, að allt til þess síðasta voru það einkum nýjungar á sviði læknisfræði og efnafræði, sem efst liafa verið á baugi og mest fyrirheit hafa gefið, eins og tilkoma sulfa-lyfjanna, plastic-efna og penicillins, svo að nefnd séu nokkur nærtæk dæmi, þar til hagnýting kjarnorkunnar nú fyrir skemmstu kom sem krýning á margra ára sleitulausu rann- sóknastarfi margra hinna færustu eðlisfræðinga heimsins. Þannig var að sínu leyti árabilið fyrir og eftir síðustu aldamót einnig eitt hið frjóasta og glæsilegasta, sem sögur fara at' á sviði eðlisfræðinnar. Má þó segja að öll 19. öldin hafi verið þéttskipuð miklum og merkum uppgötvunum og átti hún mörgum afreks- manninum á sviði vísindanna til að dreifa. Þá liafa og framfarirnar ekki síður verið stórstígar, það sem af er 20. aldarinnar. Samt er það svo, að þegar litið er um öxl yfir síðustu öld og það, sem af er þessari, þá mun árabilið um og el'tir síðustu aldamót jafnan verða talið sér- stakt fyrir þær mörgu nýstárlegu og umturnandi uppgötvanir og og kenningar, sem eðlisfræðin þá varð auðug að. Með þessum uppgötvunum verða þáttaskipti í eðlisfræðinni, hin svonefnda „klassiska" eðlisfræði 19. aldarinnar víkur úr sæti fyrir kenningum „nútíma“ eðlisfræðinnar. Þeirri ritgjörð, sem hér liggur fyrir, er ætlað að segja lítillega frá þeim manni, sem það átti fyrir að liggja, að auðga mannkynið að einni hinni þýðingarmestu uppgötvun eðlis- fræðinnar, einmitt þeirri uppgötvun, sem varð fyrsti forboði hinnar nýju eðlisfræði. Nýverið eru liðin 100 ár síðan höfundur þessarar uppgötvunar fæddist, og nú í haust eru 50 ár liðin síðan uppgötv- unin var gerð og þykir |)ví viðeigandi að þessa velgerðarmanns mann- kynsins sé minnzt hér með fám orðum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.