Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 18
128 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Wilhelm Conrad Röntgen er fæddur 23. marz árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skannnt frá Dusseldorf í Þýzkalandi. Faðir lians var kaupmaður þar í borg, en móðurætt sína rakti Röntgen að nokkru leyti til Hollands. Fluttust foreldrar hans búferlnm til borgarinnar Apeldoorn í Hollandi er hann var þriggja ára. Var það ætlun þeirra, að Wilhelm Conrad sonur þeirra fetaði í spor föður síns og gerðist vefnaðarkaupmaður; settu þau hann til mennta, fyrst í skóla nokkurn í Apeldoorn en síðar í menntaskóla í Utrecht. Ekki þótti hann neinn garpur til námsins, en liann var frekar hneigður fyrir smíðar og annað föndur, sem títt er um pilta á hans reki, en í bóklegum greinum var hann ekki franrarlega og var ekkert í fari lians, sem verið gæti forboði þeirra afreka, sem fyrir honum lá að vinna. Sérstaklega gekk honum afleitlega að nema latínu og grísku, sem mikil áherzla var lögð á í skóla þeim, sem hann var í. Gekk honum svo stirðlega í þeim greinum, að þegar til kom náði hann ekki stúdentsprófi frá skólanum, og hvarf liann þaðan próflaus. Varð prófleysi hans honum til mikils baga, þar eð hann átti nú hvorki að- gang að háskólum í Þýzkalandi né Hollandi, en þar hefði legið beinast við fyrir hann að stunda nám. Varð Röntgen nú að leita til Svisslands, en í verkfræðingaskúlann í Zúrich var þá heimill að- gangur mönnum án stúdentsprófs, ef þeir að öðru leyti fullnægðu ákveðnum skilyrðum. Lauk hann prófi í vélaverkfræði þaðan árið 1868, en ári síðar lauk hann doktorsprófi í eðlisfræði hjá Kundt, sem Jiá var nýorðinn prófessor í eðlisfræði við Ziirich-háskólann. Þótti þegar sýnt, að í Röntgen myndi búa gott vísindamannsefni, og skömmu eftir að liann hafði lokið doktorsprófi réð Knndt: hann til sín sem aðstoðannann, er hann fluttist til Wiirzburg til þess að taka við prófessorsembætti Jrar. Fékkst Röntgen nti við rannsóknir áf miklu kappi og með ágætum árangri, enda var hann fyrir atbeina Kundts ráðinn privatdósent við háskólann í Strassborg árið 1874, en Jiar voru Þjóðverjar Jiá nýbúnir að stofna háskóla. Dvaldist Rönt- gen ]>ar um hríð og naut góðs álits sem afkastamikill og glöggur vís- indamaður. Árið 1879 bauðst honum prófessorsembætti við háskól- ann í Giessen og vann hann Jiar um nokkurra ára bil af miklu kappi, og buðust honum einnig á þessum árum prófessorsembætti við há- skólana í Jena og Utrecht, en þeim hafnaði hann. En árið 1888 bauðst honum prófessorsembætti í Wurzburg og tók hann ])ví. Má nokkuð marka álit vísindamanna á Röntgen um Jiessar mundir af veitingu Jressari, því að sá, er hann tók við af, var talinn meðal fremstu eðlisfræðinga, og voru því engar smákröfur gerðar til eftir-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.