Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 20
130 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN arnir Hittorf, Crookes og Lenard. Við rannsóknir þessar liöfðti menn komi/t á snoðir um tilvist ósýnilegra geisla, katóðugeisla, sem ganga frá bakskautum (katóðum) glerhylkja þeirra, sem loftteg- undirnar eru liafðar í. Um þessa geisla var það vitað, að þeir liöfðu litla hæfni til þess að ganga í gegnum efni og að þeir fundust hvergi nema inni í lofthylkjunum eða rétt í námunda við þau. Hins vegar hafði því aldrei verið veitt athygli, að þegar katóðugeislarnir rákust á veggi glerhylkisins, urðu þeir að upphafi nýrrar geislunar, með miklu meiri hæfni til að smjúga í gegnum efni en sú fyrri. Má það merkilegt teljast, að enginn skyldi hafa veitt þessu athygli, og það því fremur, sem víða hafði orðið vart þar, sem tilraunir þessar voru gerðar, að ljósmyndaplötur spilltust, væru j>;er hafðar í sömu her- bergjum og tilraunirnar voru gerðar í. Að því, er menn nú bezt fá vitað, var joað síðla kviilds þann 8. nóvember 1895, er Röntgen var við rannsóknir í myrkvaðri rann- sóknarstofu sinni, og eins og áður segir, rannsakaði fyrirbrigði í glerhylkjum með þynntum lofttegundum, að hann veitti því at- hygli, að nokkrir kristallar með grænglitureiginleikum (fluoresens), sem lágu á borði skammt þar frá, glitruðu upp í hvert sinn, er hann sendi rafstraum í gegnum glerhylkið, og það þótt það væri vafið þéttum, svörtum pappír. Því helir að vísu verið haldið fram, að aðstoðarmaður Röntgens hafi veitt jressu athygli, og má það vel vera, en breytir engu um }>að, að Röntgen skildi þegar í stað mikilvægi þessarar athugunar, og hóf þegar skipulagða rannsókn lyrirbrigðisins. Annars hafði Röntgen yfirleitt þann sið, að vinna einn við rannsóknir sínar. — í stað kristallana setti hann spjald, sem |>akið var kornum af öðru grænglitursefni (baríumplatín- eyanur), og lýsti það eins og við var að búast. Því næst setti hann bók jjannig, að hún skyggði á spjaldið, en spjaldið lýsti eftir sem áður, geislarnir fóru í gegnum bókina. Önnur efni reyndust hlevpa geislunum misjafnlega vel í gegnum sig, og köstuðu meira eða minna greinilegum skugga eftir jrykkt þeirra og efni. Þegar Röntgen hélt hönd sinni fyrir framan spjaldið, sá hann sér til mikillar undrunar, beinabyggingu handarinnar á spjaldinu. Þetta hlaut að stafa af því, að geislarnir gengu anðveldar í gegnum holdvefina en beinin, og hlyti því að mega rannsaka beinabygginguna með geislum J>essum. Má að vissu leyti segja, að Riintgen hafi uppgötvað geislunina fyrir tilviljun og heppni, en það sama má segja um flestar hinar merkustu uppgötvanir; fyrirbrigðin hafa ekki leynt sér, en ekki nema fánm er J>að gefið, að koma auga á þau og kryfja Jrau til mergjar. Og fyrir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.