Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
131
slíkri heppni verða ekki aðrir en þeir, seni eiga hana skilið, svo að
notuð séu orð franska stærðfræðingsins Lagrange um Isaac Newton.
Með hinni glöggu athugunargáfu sinni og kröfunni um rökvísan
skilning á orsakasamböndum eðlisfræðilegra rannsókna, uppgötv-
aði Röntgen hina nýju geislategund, er síðan hefir borið nafn lians.
Röntgen varð svo hugfanginn af uppgötvun sinni, að hann unti
sér vart svefns fyrstu vikurnar og fór varla úr rannsóknarstofu sinni.
Engum sagði liann frá uppgötvun sinni, liann vildi vera viss í sinni
siik, áður en hann léti nokkuð frá sér fara. Meira að segja konu sinni,
sem hlaut þó að verða þess áskynja, að eitthvað var að gerast, sagði
hann ekkert, en lét þess þó eitt sinn getið við iiana: ,,Ef fólk vissi
ltvað ég er að gera núna, myndi það segja: ,Nú er hann Riintgen
orðinn brjálaður.' “ A tæpum tveim mánuðum vann Röntgen það
Jnrekvirki, sem telja má einstakt, að rannsaka allt það helzta um
ltina nýju geisla, sem hann sjálfur ætíð nefndi X-geisla, og hinn 28.
desember 1895 flutti ltann fyrirlestur um uppgötvun sína, og var
titill erindisins: „Um nýja tegund geisla.“ Gerði ltann þar grein
fyrir rannsóknum sínum og niðurstöðum. Erindið kom iit á prenti
á þýzku snennna í janúarmánuði, og þrem vikum síðar birtist þýð-
ing þess á ensku. Hálfu öðru ári síðar birti Röntgen viðbótarritgjörð.
I ritgjörðum þessum, sem eru taldar klassiskar, vísindalegar ritsmíð-
ar, gerir Röntgen á stuttorðan en gagnorðan hátt ýtarlega grein fyrir
eðli og myndun hinna nýju geisla. Þessar rannsóknir voru svo ýtar-
Iegar og tæmandi, að næstu seytján árin varð engum markveiðum
þekkingarauka bætt þar við, og það þótt flestallir eðlisfræðingar
lieims sneru sér að rannsókn hinna nýju geisla. Ýmsar raddir hafa
verið á lofti um það, bæði fyrr og síðar, að Röntgen geti naumast
talizt hafa uppgfjtvað röntgengeislana, þar eð hann ekki leitaði
þeirra, og tilrauna-útbúnaður hans var liinn sami, ellegar svipaður
og útbúnaður ýmissa annarra samtíðarmanna hans. Þessar mótbárur
verða næsta léttvægar þegar þess er gætt, að ekki er hægt að leita þess,
sem menn vita ekki að sé til, enda hefir það jafnan verið svo, að upp-
götvanir á sviði náttúruvísindanna hafa orðið á þann hátt, að menn
fundu annað en það, sem þeir leituðu að. Er þá, eins og áður er
getið, gildi vísindamannsins fólgið í því, að veita fyrirbrigðunum
athygli og að rekja síðan á kerfisbundinn hátt uppkomu þeirra og
lögmál þau, er þau lúta.
Rcintgen tókst joetta á meistaralegan hátt, eins og við var að búast
af slíkum vísindamanni, sem hann var. Um uppruna geislanna fann
hann, að j^eir myndast jiegar katóðugeislar rekast á efni, sem stöðva
9*