Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 23
NÁTTÚRUl RÆÐINGURINN 133 Meðal liinna mörgu manna, sem tóku upp rannsóknir á röntgen- geislum, var einnig Frakkinn A. H. Beque- rel, en hann leitaðist við að finna efni, sem af náttúrunnar hendi væru þannig gerð, að þau sendu frá sér rönt- gengeisla. U ppgötvaði hann árið 1896, að ýms- ar úranauðugar berg- tegundif sendu frá sér geislun, sem á svipaðan liátt og röntgengeislar færu í gegnum margs konar efni. I framhaldi af þeirri athugun tókst s\'o hjónunum Curie árið 1898 að einangra nýtt frumefni úr úran- grýtinu. Nefndu þau það radium, og reynd- ist það vera uppspretta hinnar nýju geislunar. Höfðu þar með Bequerel og síðar Curie- hjónin með rannsóknum sínum gert eina hina veigamestu uppgöt\- un eðlisfræðinnar á eigindum frumeindanna (atómanna), þá, að geislunin stafaði frá þeim, að þær væru samsettar, og að á þeim gætu orðið ýmsar breytingar, frumeindabreytingar (radioaktivitet). Eins og áður greinir, liðu 17 ár frá því, að Röntgen birti niður- stöður sínar, og þar til ný viðbótarþekking á eðli röntgengeislanna lengist, en árið 1912 tókst Max von Laue að færa sönnur á bylgju- eðli röntgengeislanna með því að framkalla ölduvíxl (interferens) í þeinr. Með þeirri uppgötvun, sem ekki aðeins staðfesti öldueðli geislanna, heldur einnig skoðanir manna á byggingu kristallanna, opnaðist víður vegur til nýrra rannsókna, sem margir lögðu gjörva hönd á, en þó sérstaklega feðgarnir William H. Bragg og William L. Bragg, sem öðrum frernur stuðluðu að því að gera aðferðina hina afkastamestu til bylgjulengdamælinga á röntgengeislum og hina þýð- 2. myncl.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.