Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 24
134
NÁTTÚRUFRÆÐING U RINN
ingarmestu á
sviði kristalla-
mælinga, og
þær rannsókn-
ir veittu nýja
innsýn í smá-
heima efnisins.
Á sviði lækn-
isvísindanna
hafa röntgen-
geislar reynzt
m i k i 1 v i r k t
hjálpartæki, og
sú hlið þeirra
er almenningi
miklu kunnari
en hin eðlis-
fræðilega. Má
sennilega rekja
til þess þann
misskilning, er
víða verður vart, að Röntgen hafi verið læknir. Röntgengeislarnir
eru eins og kunnugt er, mjög notaðir til þess að atlniga samsetningu
beinbrota og við leit að aðskotahlutum í líkamanum (málmflísum,
sprengjubrotum). Þá eru þeir og mjög notaðir í baráttunni við
berklana, og er þess skennnst að minnast, að allir íbúar höfuðstaðar-
ins voru röntgenskoðaðir.
Hinar stórstígu framfarir á læknisfræðilegri notkun röntgengeisl-
anna hefir læknastéttin því miður orðið að borga með þungbærum
fórnum, Jrar sem ýmsir hinir ágætustu brautryðjendur og frumherj-
ar á því sviði hafa hnigið í valinn um aldur fram. Fyrst í stað vöruðu
tnenn sig ekki á því, að séu rörttgengeislarnir um lengri tíma látnir
falla á óvarinn líkamann, geta þeir valdið mjög illkynjuðum bruna-
sárum innan vefjanna, en af þeim leiðir aftur oft krabbamyndun,
sem erfitt reynist að lækna, og hefir það orðið mörgum lækni að
aldurtila. Nú er þess alls staðar vandlega gætt, að verja allt starfs-
fólk fyrir geislunum, og eru ströng ákvæði um Jrað.
Auk hinna markvíslegu nota röntgengeislanna til sjúkdómagrein-
inga (diagnose), eru þeir einnig notaðir til lækninga á margvíslegum
meinsemdum (therapi), svo sem krabba, lupus o. fl. Þá má ennfrem-
3. mynd. Skopmynd af myndatöku með röntgengeislum.