Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
135
ur geta þess, að mikið er
larið að nota röntgengeisla
til efnisprófunar í vélahlut-
um, hvort í þeim séu
steypugallar eða samsuðu-
gallar. Eru þá teknar rönt-
genmyndir al hlutnum, og
má á þeim auðveldlega
greina, hvort hann sé galla-
aður.
Árið 1900 var Röntgen
höðið prófessorsembætti
við háskólann í Mtinchen
og tók liann því og gegndi
til ársins 1920. Er Röntgen
hafði gert uppgötvun sína,
bárust honum víðsvegar að
tilboð um geysimiklar fjár-
upphæðir fyrir einkaleyfi
og einkarétt til hagnýting-
ar á uppgötvuninni. Þessurn tilboðum hafnaði Röntgen öllum, en
veitti öllum sem vilclu, frjálsa heimild til hagnýtingar á uppgötvun
sinni. Taldi hann það siðferðilega skyldu sína, þar eð hann væri
til þess styrktur af almannafé að stunda vísindalegar rannsóknir,
auk þess, sem hann taldi, að vísindin ættu að vera í þjónustu mann-
kynsins. Lifði hann ætíð mjög einföldu og látlausu lífi og gekkst
lítt upp við hinar margvíslegu viðurkenningar og heiður, sem
þakklátir samtíðarmenn hans létu rigna yfir hann. Er honum, fyrst-
um manna, voru veitt Nobelsverðlaunin árið 1901, lét hann þau
renna til háskóla síns, og skyldi þeint varið til vísindalegra rann-
sókna. Hin mikla hít gengishrunsins þýzka eftir stríðið gleypti þann
sjóð, og raunar öll elni hans sjálfs, og andaðist hann fátækur og ein-
mana þann 10. febrúar 1923 I Múnchen.
Wilhelm Conrad Röntgen var óvenjulegur maður og um margt
einstakur. Eins og áður greinir, átti liann þess margsinnis kost, að
hagnast á uppgötvun sinni, en það hvarflaði aldrei að honurn. Slíkt
hefði aldrei samrýmst hinni háleitú hugmynd hans um hlutverk
vísindanna. Auk röntgengeislanna má þakka honum margar aðrar
merkar tilraunir og athuganir, senr nægt hefðu til þess að tryggja
honum verðugan sess meðal hinna fremstu eðlisfræðinga. Oll störf
I. mynd. Nútfma röntgenmynd af mannshönd.