Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 34
144 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN mundu þeir áreiðanlega verða sammála um, að það væru þeir, sem við mennirnir köllum ijallarefi, en það eru þeir refir, sem undir flestum kringumstæðum lialda sig fjarst mönnum og mannabústöð- um, uppi á óbyggðum og öræfum þessa lands, og standa þó jafn- framt í hörðustu lífsbaráttunni. Þótt þeir hafi orðið að leita í mestu harðindum niður undir byggðir mannanna og að sjónum, þegar allt annað hefir verið þrotið, þá hafa þeir f jarlægst aftur og farið á sínar fyrri stöðvar, þegar geislar maísólar gátu loks brætt þar snjóinn frá hæstu börðum og steinum. ,Hér má líka bæta því við um frjósemi refanna, að refahjónin eiga venjulega 4—0 yrðlinga árlega og yrð- lingarnir eiga aftur afkvæmi ársgamlir sé allt með felldu. V. Margir virðast halda að refurinn, lyrsta spendýrið, sem nam hér land, muni að lokum verða að víkja fyrir vélabrögðum mannanna og hverfa og gleymast í blámóðu fortíðarirmar. En mín skoðun er sti, að maðurinn muni í þessu efni bíða lægri hlut. Ég ætla ekki að færa rök að þessari skoðun hér, því að það er að fara út fyrir efnið. Hvenær, sem þeir tímar konta að okkar ástkæra land verður ekki lengur talið byggilegt vegna kulda og hins langa vetrar, heldur að- eins dvalarstaður hið stutta og svala sumar ævintýramanna, sem af einhverjum ástæðum vilja sjá það og máske einnig til að fá innsýn í löngu liðna atburði, sem hér gerðust, þá hygg ég að fyrsta og eina rándýrið, er þeir sjá, þegar þeir koma að suðurströndinni, á svífandi farartækjum himinvegu, verði refirnir, sem ennþá eiga hér heima í nábýli við hin hvítu og köldu heimkynni. Hertir og stæltir af lífsbar- áttu sinni við manninn og náttúruöflin. NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ALÞÝÐLEGT TÍMARIT UM NÁTTÚRUFRÆÐI 192 síður á ári. ÚTGEFANDI: HIÐ ÍSLENZKA NÁTTÚRUFRÆ.ÐIFÉLAC Gjaldkeri og afgreiðslumaður: BIRGIK THORLACIUS stjórnarráðsfulltrúi, Barónsstíg 63, sími 3783, Reykjavík. Þeir, seni senda blaðinu ritgerðir, eru beðnir að hafa þær skrifaðar með bleki eða vélritaðar. Höfundar bera ábyrgð á efni ritgerða sinna. Öll bréf varðandi ritið sendist Dr. Sveini Þórðarsyni, Skólastíg 3, Akureyri. Prentað í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.