Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 55 ins haldist óbreytt. Séu notaðir nákvæmustu atómuþungar, sem völ er á, verður reikningurinn á þessa leið: I. Fyrir sundrun: jH = 1.0081 gLi = 7.0182 Orka 0.15 milljón elektrónu- volta = 0.0002 Samanlagt 8.0265 II. Eftir sundrun: ÍHe = 4.0039 ^He = 4.0039 Samanlagt 8.0078 Mismunur þessara tveggja stærða er 0.0187, og er það það efnis- magn, sem umbreytzt hefir og orðið er að óbundinni orku. Sé það efnismagn umreiknað í orku, fæst að hún er 17.4 milljón elektrónu- volt (MeV), og er það í góðu samræmi við þær niðurstöður, sem til- raunir gefa. Um svipað leyti og þeir Cockroft og Walton gerðu sínar frægu tilraunir í Cambridge, fékkst ungur, amerískur eðlisfræðingur, að nafni Ernest O. Lawrence, við það vestur í Californíu, að útbúa nýtt tæki til þess að framleiða hraðfleygar agnir til atómasundrana. Tæki þetta, sem hann nefndi „cyclotron“, en á íslenzku hefir verið kallað kjarnkljúfur, en eins vel mætti kalla kjarnkvarna, þar eð það enn sem komið -er eingöngu hefir getað kvarnað smáflísar úr kjörnunum, en ekki klofið þá, — hefir reynzt einkar vel til ætlunarverks síns fallið, enda hlaut Lawrence Nobelsverðlaunin að launum árið 1939. Yfirburðir cyclotron-tækisins umfram önnur tæki til framleiðslu hraðfleygra agna, eru margvíslegir, enda eru nú flestar meiriháttar rannsóknarstofnanir á þessum sviðum búnar að koma sér þeim upp eða í þann veginn að gera það. Einn aðalkostur þeirra er sá, að þær þurfa engan veginn tiltakanlega háa rafmagnsspennu, sem alltaf eru vandkvæði á að framleiða, en þó geta þau komið rafögnum á flug með hraða, sem samsvarar 25 milljón volta spennu. Á 12. mynd er tækið sýnt í meginatriðum. Lawrence notfærir sér það, að brautir rafagna svigna og verða hringlaga, ef segulsvið á milli tveggja segul- skauta- stendur hornrétt á brautir rafagnanna. I tækinu eru tveir helmingar af grunnum og gildurn sívölum málmöskjum, sem hafðar eru í lofttæmda hylkinu L, og er því komið fyrir á milli skautanna á sterkum rafsegli, SN. Sé nú örlitlu af einhverri lofttegund, t. d. vetni, hleypt inn í hylkið, þá veldur hiti glóðarvírsins Þ því, að vetniseindirnar rofna og verða að einstökum atómum, sem rafmagn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.