Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
69
auka afköst plutóníumvinnslustöðvanna frá milljónustu pörtum úr
grammi árið 1942 upp í kílógramma afköst árið 1945.
Auk neutrónanna, sem myndast Jiegar U-235 klofnar, og sem fara
í Jrað að framkalla nýjar klofnanir eða breyta U-238 í plutóníum,
myndast einnig margs konar geislavirkir kjarnamolar (sjá 18. rnynd).
Vegna þess hve geislavirk efni eru hættuleg heilsu manna, verður að
gæta hinnar mestu varúðar við starfrækslu hlaðanna og sjá sem bezt
til þess að verja alla starfsmenn fyrir áhrifum geislunarinnar. Hafa
hlaðarnir Jrví verið umluktir þykkum steinsteypuveggjum. Hinir
geislavirku kjarnamolar torvelda einnig afar mikið alla aðgreiningu
plutóníumsins frá úraníuminu, svo að vinnslan varð að fara fram
með sjálfvirkum, fjarstýrðum tækjum og' máttu menn hvergi nærri
koma. Áður en til Jress kom að reistar voru vinnslustöðvar í stórum
stíl, þurfti víðtækar rannsóknir á Jrví liver væru hin heppilegustu
skilyrði til vinnslu, en til þeirra rannsókna höfðu menn ekki nerna
sáralítið af efninu sjálfu. Þess mun löngum verða minnst, sem tákn-
ræns dæmis þeirra örðugleika, sem sigrast varð á, að á hinu nýja
frumefni, plutóníumi, sem Jrá var þó ekki nema tæpt milligramm til
af, vissu menn betur deili efnafræðislega og eðlisfræðilega en mörg-
um hinna algengari frumefna. Að þetta var svo, má að sjálfsögðu
rekja til þess, að vegna geislaverkunarinnar mátti auðveldlega rekja
Jrað og fylgja eftir í öllum Jreim efnabreytingum, sem Jrað var látið
taka Jrátt í, enda Jrótt ekki væri nema um örlítið magn að ræða.
Vegna þess hve hernaðarástæður ráku fast á eftir, vannst ekki tími
til þess að safna reynslu og æfingu í tilraunastöðvum, eins og venja
er til, heldur var þegar hafizt handa í stórum stíl og þegar í stað reist-
ar risavaxnar vinnslustöðvar. En sá grundvöllur, sem undirbúnings-
rannsóknir höfðu aflað, reyndist svo haldgóður, að svo til undan-
tekningalaust fóru vinnsluafköstin fram úr áætlun og sárafáar breyt-
ingar þurfti að gera.
Þegar U-235 kjarnklofnar losna fleiri eða færri neutrónur, en sé
klofnunin sjálfvirk og stöðug, bindast jafnmargarneutrónuroglosna
úr kjörnunum. Við hverja kjarnklofnun losnar og orka og er hún
um 200 MeV í hvert sinn, sem úraníum-kjarni klofnar. Orkuafköst
Jrau, sem eru samfara framleiðslu eins gramms af plutóníumi á dag,
eru nokkuð breytileg eftir gerð hlaðanna, en hafa venjulega numið
1500 klíówöttum (2000 hestöflum). Afköst loftkælds hlaða í Clinton-
rannsóknarstöðinni 1 Tennessee-fylki eru um 2000 kílówött, en í
stærsta hlaðanum, sem heimildir eru til um, en það var vatnskældur