Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 77 G. Timmermann: Um tímgunarhætti auðnutittlingsins — Carduelis flamea (L) — Grein sú, sem hér fer .1 eftir, birtist haustið 1938 í þýzku fuglafræði-tímariti (Bei- trage zur Fortpflanzungsbiologie der Vögel). I>ar sem hún fjallar um rannsóknir ;i lifn- aðarháttum auðnutittlingsins íslenzka, þykir viðeigandi að htin birtist hér lauslega þýdd. Myndunum cr bætl í hér. — Ritstj. í fuglafræðibókum eru svo margar eyður um lifnaðarhætti auðnu- titlingsins ,að ástæða virðist vera til birtingar athugana þeirra, sem hér korna á eftir, enda þótt þær séu ailmjög í molum og sundur- lausar. En þareð herra Kristján Geirmundsson á Akureyri hefir auk þessa látið mér í té ýrnsar veigamiklar upplýsingar um útungunar- Iiætti auðnutitlingsins, byggðar á athugunum, er hann hefir gert á fuglum í fuglagirðingu; er það von mín að greinarkorn þetta geti þó orðið til þess að tijjplýsa og skýra einstök atriði. Flestir eru sammála um að auðnutitlingurinn sé frekar fáséður varpfugl á íslandi, hins vegar eru skoðanir fuglafræðinga um tak- mörk varpssvæðisins mjög á reiki. Ekki skal farið út í að rekja þær skoðanir hér, heldur aðeins á það bent, að með vissu vita menn að þeir verpi á tiltölulega takmörkuðu svæði Norðanlands (í Enjóska- dal, Mývatnssveit og sennilega á fáeinum stöðurn enn í Suður-Þing- eyjarsýslu). Svo virðist sem frásögn Slater’s um varp auðnutitlinga í vestanverðri Mýrasýslu sé mjög hæpin, og það því fremur, sem frá- sögnin öl 1 er mjög óljós. Einnig álít ég að frásögn hans um hreiður- fund í grennd við Eyrarbakka hljóti að vera á misskilningi byggð. Nielsen, sem árum saman hefir verið búsettur á Eyrarbakka og veitt hefir fuglalífi þar um slóðir athygli (Dansk Ornith. For. Tidskr.) lætur þess sérstaklega getið, að hann hafi eingöngu fengið auðnu- titlingaegg úr þeim sveitum Norðanlands, sem þegar hafa verið nefndar. Þegar sþórhópar erlendra auðnutitlinga lnekjast eða villast til íslands, eins og átti sér stað árið 1929, en þá kom sægur rostata- afbrigðisins til landsins, verpa þeir að vísu víða um land, og það stundum á hinum ólíkindalegustu stöðum (Bjarni Sæmundsson, Vid. Medd. Dansk Naturh. Eor Bd. 97, 1934, bís. 38). Slíkt verður þó að sjálfsögðu að telja til sérstakra undantekninga, og verður að greina vel á milli lifnaðarhátta þessara fugla og hinna raunverulegu íslenzku auðnutitlinga. Um byrjun varptímans er ég sömu skoðunar og Hantzsch o. fl.,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.