Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
95
dimmar, jafnvel ekki í Mið-Evrópu. Þannig varð fyrstu nóttina
stjarnfræðingurinn Wolf í Heidelberg að hætta stjörnuljósmyndun,
sem hann starfaði að, vegna þess, að full dagsbirta var komin um eitt-
leytið. Hiu lýsandi næturský, sem voru í um 80 km. bæð frá jörðu
bar hratt í vesturátt, skv. mælingum, sem Wolf gerði, hefir hraði
þeirra verið um 115 metrar á sek. Af þessu má fá fróðlegar upplýs-
ingar um vinda og loftstrauma í efri lögum gufuhvolfsins, en svo
virðist sem gufuhvolfið snúizt þar ekki með jörðinni þar eð snún-
ingshraði þess er aðeins hálfur á móts við snúningshraða jarðarinn-
ar, sent er 230 metrar á sek. á 60. breiddargráðu.
Á árunum 1908 var talið að lýsandi næturský stöfuðu af rykögn-
um, sem eldgos þeyttu hátt upp í gufuhvolfið, ef svo rykagnirnar
væru utan við jarðskuggann þá gætu þær endurkastað sólargeislum <
að næturhlið jarðar. í því sambandi eru kunn lýsandi næturský, sem
sáust eftir eldgos eldfjallsins Krakatá í Austur-Indíum, en það gaus
árið 1883. Það var því ekki nema eðlilegt, að hin lýsandi næturský,
sem sáust 30. júní 1908 og næturnar þar á el'tir, væru talin stafa frá
eldgosum, en vísindamönnum til mikillar undrunar bárust engar
fregnir um að eldgos hefðu orðið um þetta leyti. Síðar liafa menn
öðlast vitneskju uni, að sams konar lýsandi ský geta myndast ef loft-
steinaregn dregur ryk utan úr geymnum með sér inn í gufuhvolfið
og átti Jrað sér þarna stað.
Auk þessa gætti annarra fyrirbrigða þennan sama dag. Loftþrýst-
ingsritar víðs vegar á hnettinum sýndu smásveiflur á loftþrýstingn-
um og varð mönnum einkum tíðrætt um þær á Bretlandi, án þess þó
að finna neina skýringu á þeim. Engum gat komið til hugar að setja
þær í samband við loftbylgjur þær, sem nryndast þegar loftsteinn
springur. Þennan sama dag skráðu einnig jarðskjálftamælar um all-
an heim grunnan jarðskjálfta með miðju í Mið-Síberíu.
í marzmánuði 1927 fór rússneskur jarðfræðingur í rannsóknar-
leiðangur að tjaldstað Túngúsíumannsins. Komst liann eftir 'mjög
erfitt og hættulegt ferðalag þangað, sem loftsteinninn hafði komið
niður. Áf lýsingu jarðfræðingsins verður ljóst, hve stórfelld umbrot-
in hafa verið. í allt að 15 km fjarlægð frá sprengjustaðnum hafði
liinn Jréttvaxni Síberíu-frumskógur verið slitinn upp með rótum og
brunnið til ösku. Utan brunasvæðisins hafði loftþrýstingurinn sópað
trjánum um koll og vísuðu allir trjátopparnir frá sprengjustaðnum.
Náði svæði þetta á stöðum, sem voru lítt varðir allt að 60 km frá
miðju brunasvæðisins. Mönnum hefir reiknast svo til, að þarna hafi
80 milljónir trjáa sópast um koll á 8000 ferkílómetra spildu.
Sjálfan sprengjustaðinn mátti finna af stefnu fallinna trjábola, var