Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
151
inni við Mæra strendur, og má rekja útbreiðslu hennar alla leið
suður að Sognsæ. Þar sem stórsíldin er með „föst“ hrogn og svil
á sama tíma, kynþroskastigi IV—V, var eðlilegt, að blóðsíldin drægi
að sér athygli, ekki sízt þar sem engin norsk síld er á sama kyn-
þroskastigi og hún á þessum tíma árs. Okkur fannst, að hér gæti
tæplega verið nema um eitt að ræða, nefnilega, að hér væri á ferð-
inni liausthrygnandi síld eða seingjótandi sumargotssíld. Við rann-
sókn á hreistrinu reyndist síldin mjög sviplík íslenzku síldirini.
Blóðsíldin virðist vera fylgifiskur stórsíldarinnar, en okkur er
einnig ókunnugt um, hvaðan hún kemur. Vel væri hugsanlegt, að
hún kynni að hrygna við strendur Træna eða V-Lófót, en það virð-
ist ekkert geta verið því til fyrirstöðu, að hún sé gengin frá íslandi
til Noregs.
Á síðasta ári liefur átt sér stað merkileg breyting á aldurssamsetn-
ingu Norðurlandssíldarinnar, og bendir hún til þess, að norsk síld
hafi verið hér á ferð, a. m. k. þetta ár. Skal nú reynt að færa sönnur
á, að svo liafi verið.
Sumarið 1947 fengu hafrannsóknastofur fiskimálastjórnarinnar í
Björgvin tvö sýnishorn af síld frá íslandi, bæði frá NA-strönd lands-
ins. Annað sýnishornið var af síld, sem veiddist á Digranesgrunni
25. júlí, en liitt var tekið við Langanes um miðjan ágúst. Unnið var
rir Digranessýnishorninu við ísland, rneðan síldin var ný, en hreistrið
síðan sent til Noregs, en liitt sýnishornið var saltað niður og sent til
Björgvinjar. í hvoru sýnishorni voru 200 síldar.
Við rannsókn á Digranessíldinni kom í ljós, að kynþroski hennar
var liinn sami og sá, er íslendingar hafa fundið, að einkennir Norð-
urlandssíldina á þessum tíma árs. En hið einkennilegasta við þessa
síld var þó gerð hreistursins. Hreistur flestra síldanna var nákvænt-
lega eins og hreistur af norskri síld bæði að því, er snerti æskuhring-
ana og hringa þá, er myndast, meðan millisíldin heldur sig í liafi.
Af 179 hreistrum, sem hægt var að rannsaka, reyndust 107 teljast
til N-norska flokksins, þ. e. síldar, sem vex upp við strendur N-Nor-
egs, en hreistur hennar einkennist af mjög skörpum og skýrum vetr-
arhringum l’yrstu 2—5 árin. 54 síldar reyndust teljast til flokksins,
sem vex upp við sunnanverðan Noreg, en æskuhringir þeirrar síldar
eru ógreinilegir. Einar 18 síldar var ekki hægt að heimfæra til þess-
ara flokka.
Til þess að gera nánari grein fyrir samræminu á milli Digranes-
síldarinnar og norsku vetrarsíldarinnar frá sama ári skal vísað til