Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
157
innar. Slíkt samræmi verður að mínum dómi aðeins skýrt með því
að gera ráð fyrir, að Norðurlandssíldin og norska síldin séu lilutar
af sama stofni."
Niðurlagsorð (Diskusjon). Fram til ársins 1947 liöfum \ið eigi
fundið neitt sannfærandi samræmi milli árgangaskipunar í Norður-
landssíldinni og norsku vetrarsíldinni frá sama ári. En sýnishornið
frá Digranesgrunni bendir til nær því fullkomins samræmis við
norskn síldina bæði um aldursskipun og vöxt. En eftir er þá að skýra,
hvernig stendnr á hinum mikla fjölda gamallar síldar og hlutfalls-
lega litlu af ungri síld í Norðurlandssíldarstofninum. Það er engu
líkara en gamla síldin úr norska stofninum flytjist yfir í Norður-
landssíldina. En liver er svo ástæðan til þess, að ungsíldina vantar
að mestu á þennan stofn. Maður gæti ætlað, að skýringin væri á
þessa leið: Eftir Javí, sem Lea heldur fram, berast síldarlirfurnar
frá hryggningarstöðvunum við SV-strönd Noregs með straumunum
norður með ströndinni og setjast Jrar að í fjörðum og sundum, þegar
Jiær leita botnsins. Hér hefst ungsíldin síðan við í um J)að bil 3 ár.
Allan þennan tíma lifir hún út af fyrir sig, blandast ekki gotsíld-
inni. Þegar dvölinni uppi við land er lokið, gengur ungsíldin á liaf
út, þar sem hún dvelst 1—2 ár, án j)ess enn að blandast eldri síldinni.
Þegar kynþroskinn fer í liönd, skilur sá hlutinn sig, sem tilbúinn
er að hrygna, út úr ungsíldarstofninum, en eftir verður sá hlliti hans,
sem enn er ekki kynjrroska. Þessi síld er 4—7 vetra gömul. Hún leit-
ar inn á hrygningarstöðvarnar við norsku ströndina og kemur
þangað nokkuð síðar en hin síldin, sem áður hefur hrygnt. Eftir
jietta fer hún smám saman að blandast eldri síldinni, og nokkuð
af lienni gengur með henni eftir hrygningu norður með ströndinni.
Þar tapast hún smám saman úr sýn, um það l)il kringum Vesterálen,
hún hverfur þá út í haf. Þar sem síldin, sem hrygnir í fyrsta sinn,
hefur eigi áður liaft samband við eldri síldina, ætti að Jaað að vera
ljóst, að við getum ekki vænzt Jress að finna hana í Norðurlands-
síldarstofninum, enda fer liún fyrst að blandast eldri síld smátt og
smátt eftir 4—7 vetra aldur. Og Jaar sem ungsíldin, er hrygnir í fyrsta
sinn, gengur síðar en hin á rnið og ank þess á nokkuð aðra staði,
blandast hún ekki eldri síldinni að neinu ráði fyrst um sinn. Þetta
gæti verið skýringin á J)ví, hve lítið ber á ungri, en J)ó kynþroska
síld við Norðnrland. Þangað virðast árgangarnir ekki vera komnir
fyrir fullt og allt, fyrr en Jjeir eru um J)að bil 12 ára gamlir.