Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 23
Ingólfur Davíðsson: Þættir úr sögu grasafræðinnar Gróðurinn er undirstaða lífsins á jörðunni. Sóiin er aflgjafi gróð- ursins. I birtu er grænn gróður fær um að vinna kolefni úr loftinu og breyta ólífrænum efnum í lífræn efnasambönd. Menn og dýr lifa á gróðrinum. Hægt er að vísu að lifa á kjöti og fiski. En dýrin, sem gefa af sér kjötið og fiskinn, lifa á jurtum eða á dýrum, sem eru jurtaætur. — Allt bera að sama brunni. Blómgróðurinn er fullkomnari og fjölbreyttari en blómleysingj- arnir. Talið er, að til séu um tvö hundruð þúsund tegundir blóm- plantna alls á jörðunni. Þess skal getið til samanburðar, að íslenzkar blómplöntur eru um fjögur hundruð að tölu, auk slæðinga og um 200 „tegunda" eða afbrigða af túnfíflum og undafíflum. Enn frem- ur munu um 500 tegundir erlendra blómjurta og trjáa vera ræktað- ar hér á landi. Hinum tvö hundruð þúsund tegundum er skipað í ellefu — tólf þúsund œttkvislir, sem teljast til um þrjú hundruð celta. íslenzkar blómjurtaættir eru fimmtiu <og tvœr, en ættkvíslir liundrað sjötiu og níu. I sumum ættkvíslum og jafnvel ættum eru örfáar tegundir eða aðeins ein. Welwitschia er t. d. eina tegund Welwitschia-ættarinnar. Melasól telst ein íslenzkra jurta til draumsóleyjaættarinnar. En til eru margar erlendar draumsóleyjar. Á hinn bóginn eru sumar ætt- kvíslir og ættir geysistórar. Teljast t. d. yfir þúsund tegundir til krossfíflaættkvíslarinnar (Senecio). Aðeins ein þeirra, krossfífill eða krossgras, vex villt hér á landi. Alls eru taldar fimmtán — tuttugu þúsund tegundir til körfublómaættarinnar, en hún er talin einhver fullkomnastá ætt blómjurtanna. Tegundir hálfgrasa eru um þrjú þúsund og er skipt í h. u. b. 70 ættkvíslir. Hér á landi eru hálfgrösin

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.