Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 24
166
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
algeng, um 50 tegundir, 4 ættkvíslir. Fjölbreytni blómgróðurs er
afar mikil. Einkum er gerð blóma, fræja og aldina margvísleg.
Stærðarmunur er líka ærinn. Alurt, naflagras, vatnsögn o. fl. eru
örsmáar. Risafururnar í Kaliforníu og drekatrén (Eucalyptus) í
Ástralíu verða yfir 100 m á hæð. Sumar jurtir lifa aðeins hluta úr
sumri. Eikur verða mörg hundruð ára gamlar. Risafururnar verða
jafnvel eitt — tvö þúsund ára, jr. e. eldri en íslands byggð.
Flestar blómjurtir hafa blaðgrænu og vinna kolsýru úr loftinu
sér til matar. Nokkrar eru þó biaðgrænulausar og sumar þeirra
eru sníkjujúrtir, þ. e. lifa á lifandi gróðri og valda oft sjúkdómum,
en aðrar lifa á rotnandi, lífrænum efnum. Fáeinar blómjurtir veiða
smádýr til matar (blöðrujurt, lyfjagras og sóldögg hér á landi).
Kræklurót er rotplanta. Augnfró, lokasjóðsbróðir o. fl. íslenzk
grímublóm eru hálfsníkjuplöntur. Þau sjúga næringu úr' rótum
jurta, sem hjá þeim vaxa.
Sum blóm eru fremur einföld að gerð, t. d. blóm grasa og sól-
eyja. Gerð annarra, t. d. brönugrasanna, er afar fjöibreytt og flókin.
Athugum blóm brennisóleyjarinnar. Yzt og neðst í jnví eru 5 græn
bikarblöð til hlífðar. Innan við þau eru 5 krónublöð fagurgul á lit.
Þau stinga mjög í stúf við grænan gróðurlitinn, enda er aðalhlutverk
þeirra að liæna skordýr að blómurium. Skordýrin fræva blómin og
aðstoða þannig við fjölgunina. Innan við krónuna eru margir fræfl-
ar, sem framleiða frjóið. Innst eru frævurnar. I þeinr myndast eggin.
Þau verða síðar að fræjum og frævan að aldini. Blómin annast fjölg-
unina. Hin grænu blöð jurtanna vinna kolefni til nratar úr loftinu.
Stöngullinn ber blöð og blóm og gerir jreinr fært að njóta birtunnar.
Ræturnar afla vatns og uppleystra steinefna og lralda jurtinni fastri
í jarðveginum. Sumar vatnajurtir eru samt rótarlausar, t. d. blöðru-
jurt, sem hér vex allvíða í mógröfum og pollunr. Ýmis brönugrös
o. fl. jurtir eru eins konar gestagróður. Þáú vaxa á trjám frunrskóg-
anna, án þess að sjúga úr jreim mat, en njóta betur birtu en ella nreð
þessu móti.
Ekki er vitneskjan um byggingu gróðursins fengin fyrirhafnar-
laust, og nrargt er ennjrá á huldu í jreinr efnunr. Skal jrað mál rakið
lítið eitt hér á eftir. Lengi framan af var gróðrinum skipt í þrennt:
Jurtir, tré og runna, eða hann var flokkaður í samræmi við gagn-
senrina. Blóm og aldin urðu ekki grundvallaratriði flokkunarinnar
fyrr en seint og síðar nreir.
Allmargar jurtir, tré og runnar eru nefndar í ævafornum ritum,