Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
107
t. d. í gamla testamentinu, og egypzkum ritum og áletrunum. En
fyrsti grasafræðingurinn er Grikkinn Þeófrasíos frá Eresus oft tal-
inn. Hann var fæddur árið 370 f. Kr. Þeófrastos var lærisveinn Platós
og vinur Aristótelesar, hinna frægu grísku spekinga. Hann ritaði bók
um grasafræði. Þar er lýst aðalmuninum á stönglum, blöðum og
aldinum einkímblöðunga og tvíkímblöðunga. Þeófrastos skildi
nokkurn veginn, livernig stendur á árhringum trjánna, og vissi,
að karfa körfublómanna er safn margra smárra blóma. Hann greinir
líka milli ýmissa gróðurlenda, iýsir skóglendi, votlendisgróðri,
vatnagróðri og gróðri í ám og nefnir jurtir til dæmis. Líklega á
enginn fremur en hann þann heiðnr skilinn að vera kallaður faðir
grasafræðinnar. Frá dauða hans liðu urn átján aldir, þangað til næsti
grasafræðingur kom fram á sjónarsviðið, svo að kunnugt sé.
Nokkrir menn rituðu að vísu um akuryrkju (Cató, Varró og Vir-
gill) og um lækningajurtir t. d. Dioscorides og Galen. Dioscorides
lifði um 64 e. Kr. Hann var læknir í Litlu-Asíu, ferðaðist víða og
ritaði lækningabók, sem var í miklum nretum í meira en sextán
aldir. Dioscorides ritaði einnig lýsingu á nokkrum jurtaættum.
Þeófrastos og Dioscorides geta að nokkru leyti talizt fyrirrennarar
grasafræðinga 18. aldarinnar. Pliníus, samtíðarmaður lians, ritaði
einnig um náttúrufræði. Fjórtán aldir liðu, án þess að verulegra
framfara virðist hafa gætt í grasafræði.
Á 16. öld koma út allmörg rit um jurtir. Brunfels 1530, Fuchs
1542, Bock 1539 og Lobelíus 1576 söfnuðu jurtum, rituðu lýsingarog
gerðu tréskurðarmyndir af jurtum, sumar mætavel. Snennna komust
menn að raun um, að sumar jurtir líktust mjög öðrum. Athuganir
á því sviði leiddu smám saman til þess, að farið var að skipta gróðr-
inum í deildir, t. d. grös, rósir, körfublóm o. li. Lengi var jurta-
lækningabókin „Hortus Sanitatis" í miklum metum. Það var eins-
konar náttúrusaga og kom út í Mainz 1475. Bókin var síðan þýdd á
ýmis mál og oft gefin út. í henni eru fremur ónákvæmar jurtalýs-
ingar og grófgerðar tréskurðarmyndir.
Fyrsta enska grasafræðiritið kom út í Lundúnum 1551. Það er
eftir William Turner, sem ferðaðist víða í jurtaleit. Átti ritið að
leysa Hortus Sanitatis af’ hólmi. Miklu mikilvægari var grasafræði
eftir Valeríus Cordus. Hann fæddist árið 1515, starfaði við háskól-
ann í Wittenberg.
Valeríus rannsakaði gróður í skógum og fjalllendum Þýzkalands
og fann margar nýjar tegundir. Grasafræði sína ritaði hann 25 ára