Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 26
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
168
gamall, en ekki kom hún út fyrr en árið 1561, sautján árum eftir
dauða hans, í bókinni er lýst á fimmta hundrað tegunda, og er
hún talin einn af áföngum grasafræðinnar.
Árið 1583 kom út bók Hollendingsins Doclonaeusar. Varð hún
fyrirmynd ýmissa grasafræðirita, einkum enskra. Frægur er ítalski
grasafræðingurinn Caesalpino. Rit lians kom einnig út árið 1583.
Hann skilur grasafræðina frá grasalæknisfræðinni og skoðar hana
fyrstur sem sjálfstæða vísindagrein. Caesalpino ritaði um gerð jurt-
anna og notaði meira gerð fræja og aldina við skipun jurtanna í
kerfi en áður hafði tíðkazt. John Gerard ritaði mikið grasafræði-
rit, sem kom út í þrem bindum árið 1597. Tók liann rit Dodonae-
usar sér til fyrirmyndar. Gerard flokkaði jurtirnar í „skyldleika-
kerfi“, en flokkunin var æðimikið blönduð nytsemi tegundanna og
var fremur ól'ullkomin. í fyrsta bindinu er samt aðallega lýst sefi,
grösum og laukjurtum.
Lobelíus ritaði grasafræðirit, sem kom út 1576, og Clusíus skrif-
aði um sjaldgæfar jurtir árið 1601. Voru þau rit í anda Turners og
Cordusar.
Um miðja 16. öld var komið á fót grasgörðum á Ítalíu, í Padúa
1545, í Písa 1547 og í Bologna 1567. í lok aldarinnar bættist gras-
garðurinn í Leyden í. Hollandi í hópinn, og um sama leyti gras-
garðurinn í Montpellier í Frakklandi og Heidelberg í Þýzkalandi.
Keiv-grasgarðurinn við Lundúnaborg komst til full á laggirnar árið
1841, en grasgarðurinn í Kaupmannahöfn 1871—1874.
Rit svissneska grasafræðingsins Caspars Bauhins, sem kom úr árin
1620 og 1623, sýna verulegar framfarir. í þeim eru tegundir og ætt-
kvíslir aðgreindar með nöfnum. Þeim eru oft gefin tvö nöfn, þótt
Jrað yrði ekki algeng venja l'yrr en eftir 1753. En lítt notar hann
einkenni blóma og ávaxta við skipun jurtanna í stóra flokka. Lítið
var ennþá farið að rannsaka skyldleika jurtanna. Hafði nær ein-
göngu verið fjallað um hagnýtingu þeirra (læknis- og ræktunar-
grasafræði). Auðvitað höfðu menn samt séð, að jurtirnar líktust
liver annarri mismikið. Lobelíus fann lielzt skyldleika eða tengsli í
gerð blaðanna. Caesalpino bar saman gerð fræja og aldina tegund-
anna.
Blómleysingjar voru mönnum lengi torráðin gáta. Héldu sumir,
að Jieir kviknuðu af sjállu sér. Fram til loka 16. aldar hugðu menn
sveppina myndast úr jarðvegsrakanum. Caesalpino segir, að sál
jurtanna búi á takmörkum stönguls og rótar.