Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 27

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 27
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 169 Tournefort (1657—1708) er meðal hinna síðustu, sem flokka gróðurinn í jurtir, runna og tré. Hann festir ættkvíslarhugtakið í grasafræðinni og gerir glöggan greinarmun á því og tegundarhug- takinu. Árin 1686, 1687 og 1704 kom út í þrem bindum mikið grasa- fræðirit eftir Englendinginn Jolin Ray. Hann sýnir þar glögglega fram á einkenni og mismun einkímblöðunga og tvíkímblöðunga. Jurtakerfi Rays var miklu fullkomnara en fyrirrennara hans, og hann gerir tilraun til að skilgreina tegundarhugtakið. Þjóðverjinn Cameraríus (1665—1721) er frægur í sögu grasafræðinnar. Hann sannaði fyrstur, að jurtirnar væru kynverur, sem æxluðust á svip- aðan hátt og dýrin. Áður hafði mönnum verið æxlun plantnanna mjög óljós. Mesta frægð allra grasafræðinga liefur Svíinn Carl V. Linné hlot- ið. Hann fæddist á prestssetri í Smálöndum árið 1707. Linné las læknisfræði í Lundi og Uppsölum. 21 árs gamall varð hann aðstoð- armaður próf. Rudbecks, frægs gi'asafræðings og læknis. Hann fór í grasaferðir til Lapplands og víðar og dvaldist síðar um þriggja vetra skeið í Hollandi og hlaut þar doktorsnafnbót í læknisfræði. f Hollandi kom út liið fræga rit lians ,,Kerfi náttúrunnar“ (Syst- ema naturae) árið 1735. Það var lítið kver, en varð engu að síður einskonar átrúnaðarrit grasafræðinga víða um lieim. Síðar fullkomn- aði Linné kerfið í „Classes plantarum" o. fl. riturn. Kerfi Linnés var byggt á æxlunarfærum jurtanna, einkurn fræflun- um. Skipaði hann blómplöntunum í 23 aðalflokka, en nefndi 24. flokkinn Cryptogamia, þ. e. dulæxlinga. Bera gróplönturnar það samnafn jafnan síðan. Fyrstu 13 flokkarnir eru einkenndir með tölu fræflanna (einfræflungar, tvífræflungar, þrífræflungar o. s. frv.). Síðar er flokkunum skipt í hópa og þá mikið farið eftir gerð frævnanna. Kerfið þótti mjög hagkvæmt í notkun og var mjög mikið notað í rúma þrjá aldarfjórðunga. En ekki var Jretta eðlilegt skyldleikakerfi. Þegar Linné skapaði kerfið, lýsti hann einnig ein- stöknm hlutum jurtanna nákvæmlega, skilgreindi þá, gaf þeim nöfn og setti reglur um, hvernig bæri að lýsa jurturn. Þetta var hið mesta þrekvirki. Má renna grun í, hvílíkt feiknaverk það hefur ver- ið, ]:>egar þess er gætt, að 139 nöfn og lýsingar eru frá Linnés hendi á blaðinu einu. Aðferðir Linnés við jurtalýsingar hafa verið notaðar jafnan síðan. Stórmerk er líka aðferð lians við nafngiftir. Hann nefndi hverja tegund tveimur nöfnum. Hið fyrra er ættkvíslarheiti,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.