Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 28
170
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
en hið síðara lýsingarorð, sem einkennir tegundina. Varð þetta til
ai'ar mikils léttis. Sóleyjartegundin Ranunculus bulbosus liét t. d.
áður Ranunculus íoliis ovatis serratis, scapo nudo unifloro, (þ. e.
notuð var lieil runa lýsingarorða.). Minning Linnés hefur verið
heiðruð á ýmsan liátt. Jui't ein, Linnaea, skyld geitblöðungi, ber
nafn lians, og ýmis Linné-lelög liafa verið stofnuð. Þeim, sem sækja
meiri fræðslu um Linné, skal bént á grein um liann eftir Steindór
Steindórsson í VI. árg. Náttúrufræðingsins 193(3.
Eftir lát Linnés 1778 færðist miðstöð grasafræðinnar frá Svíþjóð
til Frakklands. Frændurnir Bernard de Jussieu og A. Laurent Jus-
sieu tóku upp þráðinn, þar sem Linné sleppti, og endurbættu kerfi
lians. Jussieu yngri (rit 1789) gerir kerfið eðlilegra. Hann skipar
jurtunum í 15 flokka. í 1. flokki eru kímblaðalausar jurtir. Meðal
Jreirra voru blómlausu jurtirnar, t. d. burknar, mosar, Jwrungar o. fl.
Öðrum jurtum skipaði hann í einkíniblöðunga og tvíkímblöðunga.
Hvorum um sig skipti Jussieu síðan eftir því, hvort jurtirnar eru
án krónublaða eða hafa krónublöð, eru lauskrýndar eða heilkrýnd-
ar. Jtissieu notaði einnig önnur einkenni blómanna, einkum al-
stöðu fræflanna til egglegsins, Ji. e. scetni blómanna (undirsætin,
kringsætin og yfirsætin blóm). Kerfi Jussieu er undirstaða allra
síðari kerfa.
Svissinn Augustm Pyrame de Candolle endurbætti kerfið 1813.
Skotinri Robert Brown kom næst til sögunnar. Hann jók ýmsu við
um gerð blóma og fræja. John Lindley, próf. í Lundúnum, bar
fram ýmsar nýjar grasafræðihugmyndir 1830. Þjóðverjinn Stephan
Endlicher (rit 18.36—1840) og Eichler 1883 liéldu áfram kerfisrann-
sókrium. Þeir byrjuðu kerfið á krónublaðalausum ættum og viku
Jrar frá kerfum Jussieus og de Candolles. Þýzki grasafræðingurinn
alkunni Aclolf Engler (1844—1930) hélt áfram á Jieirri braut. Frægt
er hið mikla verk hans: Hinar eðlilegu jurtaættir (Die naturlichen
Pflanzenfamilien, sem komið hefur út tvisvar með fjölda mynda.
Annað höfuðverk hans er Jurtaríkið (Das Pflanzenreich). Eichler
rannsakaði mikið líffæramyndanir blómanna. Rit hans Syllabus der
Pflanzenfamilien er alkunnugt. Á árunum 1862—1880 kom út rit-
verkið „Genera of Plants, eftir Kew-grasafræðingana G. Bertham og
J. D. Elooker. Þar eru á latínu lýsingar á öllum ættum og ættkvísl-
um jurta, sem þá voru kunnar. Hefur ritverk þetta verið mikið
notað víða um heim. í Jiví er fyIgt að miklu leyti Jussieu- de Can-
dolle-kerfinu.