Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 31
Guðmundur Kjartansuon:
Heimsókn tékkneskra vísindamanna
Eins og flestum mun enn í fersku minni kom allstór hópur tékkn-
eskra náttúrufræðinga hingað til lands í sumar. Þessi leiðangur vakti
rneiri athygli og umtal en títt er um erlenda rannsóknarleiðangra,
sem hingað koma. Það átti hann líka skilið, því að hér var um mjög
merkilegar rannsóknir að ræða og jafnframt nýstárlegar — a. m. k.
fyrir okkur, senr höfum því miður slæma aðstöðu til að fylgjast með
framvindu vísindanna. En raunar var það ekki ágæti leiðangursins,
sem athyglinni olli, heldur óheppileg og miður kurteisleg afskipti
íslenzkra yfirvalda af honum.
Idið litla ágrip, sem hér fer á eftir um rannsóknir þessa leiðangurs,
er tekið saman eftir frásögn tveggja leiðangursmanna, V. Struzka
veðurfræðings og F>. Váleks jarðvegsfræðings, sem heimsóttu mig
seint í júlímánuði, og þó að meira leyti úr stuttri skrifaðri skýrslu,
sem fararstjórinn, E. Hadaé, lét Náttúrufræðingnum í té.
Leiðangursmenn voru 16 að tölu og að auki gestur þeirra, V. j.
Stanék kvikmyndari. Þeir kornu til Reykjavíkur 24. júní og höfðu
þá þegar fyrir atbeixra Rannsóknarráðs fengið leyfi ríkisstjórnar-
innar til rannsókna á svæðinu milli Hvalfjarðar og Borgarfjarðar
frá yztu nesjum inn til jökla. Þeir völdu sér þó aðeins nokkurn
hluta þessa svæðis, og liggja takmörk hans um Sandkluftavatn,
Skjaldbreið, Þórisdal, Kaldadal, Reyðarvatn, Þverfell, innsta hluta
Lundariæykjadals og Kvígindisfell. Sumir leiðangursmanna skruppu
þó í rannsóknarferðir út fyrir þessi takmörk, t. d. á Hlöðufell og
Botnssúlur og niður með Botnsá.
Á þessar slóðir kom allur þorri leiðangursmanna 26. júní. Þeir
settu upp aðalbækistöð sína undir Biskupsbrekku við Kaldadalsveg
og dvöldust þar við rannsóknir fram í lok ágústmánaðar.