Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 34
176 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN um. Nákvæmlega var rannsakað, í livaða röð tegundirnar breiðast út yfir ógróna jörð. Á mörgum stöðum fundust nokkrar sjaldgælar tegundir, t. d. Bryoxiphium norvegicum, Tayloria lingulata, Plagio- thecium pulchellum og Mesea triquetra. 5. Stöngulplöntur. — Ernil Haclac. — Útbreiðsla hinna ceðri plantna bæði á hálendi og láglendi var rannsökuð með sérstöku til- liti til jökullausra svæða á ísöld. Á Kaldadalssvæðinu fundust meira en 200 tegundir. Tvær þeirra voru áður óþekktar á íslandi. Sam- kvæmt bráðabirgðagreiningu eru þær Equiselum scirpoides (smá- vaxið eski) og Carcx binervis („tvítaugastör"). 6. Skógar. — Karel Kafíák. — Gróðurfélag skógmarkanna (þ. e. liæðartakmarka skógarins) var rannsakað með sérstöku tilliti til lofts- lags, einkum vinda. — Auk þess teiknaði Kaííák nákvæmt kort af nágrenni tjaldbúðanna til afnota við hinar bíóklímatólógísku rann- sóknir. 7. Blóm. — Fr. Horavka. — Rannsökuð var líffræði blómanna (blómhlutanna) á þessum plöntum: mýrasóley, blágresi, flagahnoðra. flagasóley, naflagrasi, alurt og gullbrá. Mest áherzla var lögð á rannsókn þeirra breytinga, sem verða í blóminu til undirbúnings frævuninni. Atlmgað var samræmi milli blómgunar annars vegar og míkróklíma og makróklíma liinsvegar. Frjóvgunartilraunir voru gerðar á nokkrum plöntum. Rannsóknir á sjálffrævun voru gerðar á 40 tegundum. Við rannsóknir þessar kom í Ijós, að mýrasóleyin íslenzka er sérstakt kyn, og verður því síðar lýst. II. Dýrajrœði 8. Vatnadýr. — V. Landa. — Öll stöðuvötn, tjarnir og lækir á svæð- inu voru nákvæmlega rannsökuð. í efni því, sem safnað hefur verið, verður athugað vaxtarlag og líffæragerð dýranna, og af árangrinum verður reynt að draga ályktanir um dýralandafræði. Rannsökuð var líffærafræði sjö vorflugutegunda og líffræði vatnamaura og þráð- ormaættkvíslarinnar Gordion. Sníkjudýr fugla voru athuguð með aðstoð Z. Kluz fuglafræðings, einnig sníkjudýr fiska. Safnað var dýrum í laugum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.