Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 37

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 37
Árni Friðriksson: Prófessor Johan Hjort í sumar barst tilkynning um það, að forseti Alþjóðahafrann- sóknaráðsins, próf. Johan Hjort, ætlaði að láta af því starfi. Rétt fyrir ársfund ráðsins, sem hófst í Kaupmannahöfn 4. okt. sl. var tilkynnt, að Hjort hefði tekið sótt og gæti ekki komið á fundinn, og 7. s. m. barst fregnin um lát hans. Hjort fæddist árið 1869 og vantaði aðeins hálft ár á áttrætt, er hann lézt. Með Hjort er fallinn í valinn einn allra fremsli forvígishöldur Norðurlanda Iræði á sviði fiskveiða og hafrannsókna. Aðeins 24 ára gamall gerðist hann starfsmaður við Universitetets zootomiske insti- tutt í Oslo (1893), og árið eltir varð hann ráðunautur stjórnarinnar í fiskveiðimálum, eftirmaður hins fræga norska fiskifræðings G. O. Sars, og tók jafnframt við stjórn sjórannsóknastöðvarinnar í Dröbak. Hann var einn af aðalhyatamönnunum að norrænni samvinnu til fiskirannsókna, og þegar fiskimálastjórnin var flutt til Björgvinjar, aldamótaárið, gerðist hann forstjóri fiskirannsóknanna við þá stofn- un. Hann kom því til leiðar, að Norðmenn eignuðust rannsókna- skip, mjög vandað á þeirra tíma mælikvarða, Michael Sars, en því var hleypt af stokkunum árið 1900. Hjort var forstjóri fiskirann- sóknanna í 17 ár og stjórnaði fjölmörgum rannsóknaleiðöngrum á því tímabili, meðal annars til íslands og Grænlands. Hann var sá fyrsti, sem benti á sveiflurnar í stærð fiskistofnanna (mismunandi stærð árganganna) sem helztu orsök breytilegs afla, en um það mál skilaði hann miklu riti: Vekslingerne i cle store fiskerier (Kria 1914). Sumarið 1910 gerðu Norðmenn og Bretar út rannsókna- leiðangur í félagi, Norðmenn lögðu til skipið, Michael Sars, en Bretar féð. Foringjar fararinnar voru þeir Hjort og hinn frægi enski vísindamaður Sir John Murray. Tveimur árum síðar birtist rit eitt:

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.