Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 39
RITFREGNIR Dýraríki íslands — The Zoology of Iceland Nú eru liðin meira cn 17 ár, síðan li'igð voru ilrög að útgáfu ritsins „The Zoology of Iceland". Aður hafði vetið efnt til annars safnrits um jurtaríki Islands (The Botany ot Iceland), á vegum jurtasafnsins danska (Universitetets Botaniske Museum) undir forustu prófessoranna L. Kolderup Rosenvinge og Eug. Warming. Hófst sú útgáfa 1912 með ritgerð dr. Helga Jónssonar um þörungagróður við strendur íslands (The Marine Algal Vegetalion of Iceland), og er þeirri útgáfu ekki lokið enn, þótt korpin séu þrjú mikil bindi (677, 607 og 547 bls.). Hin raunverulega forsaga „Dýraríkis Islands" er þó sú, að á öndverðum þriðja tug þessarar aldar hófst dýrafræðisafnið í Kaupmannahöfn (Universitetets Zoologiske Museum) banda um útgáfu rits um dýra- ríki Færeyja. Skyldi það verða þrjú bindi, en er enn í smíðum. Forustuna í því máli hafði prófessor R. Spárck, og átti hann einnig fyrsta frumkvæði að útgáfu safnritsins um dýraríki íslands. Sumarið 1931 komti saman á fund heima hjá dr. Bjarna Sæmundssyni próf. R. Spárck, Kaupmannahöfn, próf. Guðm. G. Bárðarson, dr. Bjarni Sæmundsson og ntag. Árni Friðriksson. Rætt var um horfur á, að danskir og íslenzkir dýrafræðingar beittu sér fyrir að gefa út rit um dýralíf íslands. Var þegar samþykkt að ráðast í þessa frarn- kvæmd og lögð drög að ]rví, hvernig verkið skyldi unnið.. Gert var ráð fyrir, að verkið yrði í fimm stórum bindum og ritað á ensku. Var áætlað, að það myndi geta komið út á um tuttugu árum. Nokkru síðar var kosin útgáfustjórn og áttu sæti í henni sex dýrafræðingar, þrír Danir og þrír íslendingar. Fulltrúar Islands í stjórninni urðu: Árni Friðriksson, mag. scient., Bjarni Sæmundsson. dr. phil., og Guðmundur Bárðarson, prófessor, Fulltrúar Dana voru: Ad. S. Jensen prófessor, Joh. Schmidt, prófessor, og Ragnar spárck, jrrófessor. Síðan hefur sú breyting orðið á stjórninni, að í stað jrróf. Guðm. G. Bárðarsonar hefur komið Pálmi Hannesson rektor, í stað dr. Bjarna Sæmundssonar dr. Finnur Guðinundsson og í stað jrróf. Johs. Schmidt dr. Á. V. TJning. Stjórnina skijra því nú af Dana hálfu: Ad. S. Jensen, prófessor, A. V. Táning. dr. phil., og R. Sjriirck, prófessor, og af hálfu lslendinga: Árni Friðriksson, mag. scient., Finniir Guðmundsson, dr. rcr. nat., og l’álmi Hannesson, rektor. begar fyrsta útgáfustjórnin hafði verið sett á laggirnar, útnefndi hún tvo ritstjóra: S L. Tuxcn, dr. phil., Kauþmannahöfn, og Árna Friðriksson, mag. sc., Reykjavík. Ennfremur var bókaforlagi E. Munksgaard, Kaupmannahöfn, falið að gefa verkið út. Tilgangur þessa safnrits er að safna saman öllu því, sem nú er hægt að vita um

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.